Lífið

Ásdís Rán mætir í saumaklúbba landsins

Sérfræðingur Ásdís býðst til að heimsækja vinkonuhópa og saumaklúbba landsins og gefa persónulegar ráðleggingar varðandi útlit og heilsu.
Sérfræðingur Ásdís býðst til að heimsækja vinkonuhópa og saumaklúbba landsins og gefa persónulegar ráðleggingar varðandi útlit og heilsu.
„Ég næ yfirleitt ekki að svara öllum þeim fyrirspurnum sem ég fæ í pósthólfið mitt og ákvað því að bjóða upp á svona þjónustu til að gefa konum kost á að hitta mig persónulega og spyrja mig ráða,“ segir Ásdís Rán fyrirsæta en hún kemur til landsins í lok nóvember og býður sig fram til að heimsækja saumaklúbba og vinkonuhópa landsins og gefa góð ráð um allt milli himins og jarðar. „Þetta er fræðsla, kennsla og ráðgjöf fyrir skvísur á öllum aldri.

Ég ætla að vera með sýnikennslu og gefa mér tíma til að sinna hverri og einni eftir bestu getu,“ segir Ásdís og bætir við að hún fái hinar ýmsu spurningar inn á borð til sín. „Vinsælustu fyrirspurnirnar sem ég fæ eru hvernig ég laga á mér hárið, mataræðið, rassæfingarnar og hvernig ég held mér í formi. Ég tel mig vera sérfræðing í þessu öllu,“ segir Ásdís Rán, en þjónustan kostar milli 7-10 þúsund krónur á mann. „Það er bara svipað verð og ráðgjafar og einkaþjálfarar eru að taka en ég stoppa í nokkra klukkutíma og gef góð ráð. Þetta verður svona kósý kvöld með góðu spjalli,“ segir Ásdís, sem er nýflutt til München í Þýskalandi þar sem eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson spilar knattspyrnu.

„Mér líst ágætlega á þetta. Við búum í notalegu fjölskylduhverfi og krakkarnir eru mjög ánægðir hérna,“ segir Ásdís. Hægt er að senda henni pantanir og fyrirspurnir varðandi ráðgjafakvöld Ásdísar á netfangið asdis@model.is.- áp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.