Reglurnar skýrar en framkvæmdin ekki Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 30. júní 2010 18:59 Enn er óvissa um hvort foreldrar stúlku, sem lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi fyrir nokkrum árum, þurfi að greiða milljónir fyrir beinflutning og tannlækningar eftir slysið. Reglurnar eru alveg skýrar, segir forstjóri Sjúkratrygginga og heilbrigðisráðherra, en ekki er skýrt hvort afleiðingar slyssins falli undir reglurnar. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, segir reglurnar skýrar. „Ég hef nýlega sett reglugerð, nú í mars, til að tryggja rétt fólks í þessari stöðu en það sem vantar upp á er framkvæmdin." Stöð 2 hefur fjallað ítarlega um mál sex ára gamallrar stúlku sem datt af hjóli og missti við það tvær framtennur. Síðan eru þrjú ár og framundan er viðamikil aðgerð þar sem meðal annars gæti þurft að taka hluta af mjaðmabeini hennar til að nota í stað gómsins sem hefur rýrnað. Án aðgerðar yrði barnið með innfallna efri vör. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar segir það alvarlegt óréttlæti að Sjúkratryggingar Íslands neiti að taka þátt í kostnaði við aðgerðina og tannlækningar þar á eftir - eins og þær hefðu gert hefði stúlkan lent á nefi en ekki tönnum. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist hafa haft samband við foreldra stúlkunnar og óskað eftir aukaupplýsingum varðandi mál dótturinnar. Spurður hvort líkur séu á farsælli lausn segir hann. „Ég væri ekki að hafa samband ef ég teldi ekki líkur á því." Innlent Tengdar fréttir „Mér er fullkomlega misboðið" Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. 28. júní 2010 18:44 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Enn er óvissa um hvort foreldrar stúlku, sem lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi fyrir nokkrum árum, þurfi að greiða milljónir fyrir beinflutning og tannlækningar eftir slysið. Reglurnar eru alveg skýrar, segir forstjóri Sjúkratrygginga og heilbrigðisráðherra, en ekki er skýrt hvort afleiðingar slyssins falli undir reglurnar. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, segir reglurnar skýrar. „Ég hef nýlega sett reglugerð, nú í mars, til að tryggja rétt fólks í þessari stöðu en það sem vantar upp á er framkvæmdin." Stöð 2 hefur fjallað ítarlega um mál sex ára gamallrar stúlku sem datt af hjóli og missti við það tvær framtennur. Síðan eru þrjú ár og framundan er viðamikil aðgerð þar sem meðal annars gæti þurft að taka hluta af mjaðmabeini hennar til að nota í stað gómsins sem hefur rýrnað. Án aðgerðar yrði barnið með innfallna efri vör. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar segir það alvarlegt óréttlæti að Sjúkratryggingar Íslands neiti að taka þátt í kostnaði við aðgerðina og tannlækningar þar á eftir - eins og þær hefðu gert hefði stúlkan lent á nefi en ekki tönnum. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist hafa haft samband við foreldra stúlkunnar og óskað eftir aukaupplýsingum varðandi mál dótturinnar. Spurður hvort líkur séu á farsælli lausn segir hann. „Ég væri ekki að hafa samband ef ég teldi ekki líkur á því."
Innlent Tengdar fréttir „Mér er fullkomlega misboðið" Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. 28. júní 2010 18:44 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
„Mér er fullkomlega misboðið" Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. 28. júní 2010 18:44