Innlent

Harmar umræðu um bíl

Anna Skúladóttir hefur skilað lúxusbifreiðinni.
Anna Skúladóttir hefur skilað lúxusbifreiðinni.

Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur skilað lúxusbifreið þeirri sem hún fékk til umráða hjá fyrirtækinu. Í bréfi sem hún sendi starfsmönnum á innri vef fyrirtækisins kemur fram að bíllinn kostaði sjö milljónir króna.

Anna ekur nú um á umtalsvert ódýrari bíl sem hún hafði áður til umráða. Hún segist senda bréfið til starfsmanna vegna síendurtekinnar umfjöllunar DV og vill upplýsa starfsmenn um stöðuna. „Ég harma þá umræðu sem þessi kaup hafa valdið Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir hún í niðurlagi bréfsins.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×