Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið 12. september 2010 11:41 Þorsteinn Pálsson. Mynd/Eggert Jóhannesson Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira