Herflugvélar hætti að lenda í Reykjavík 15. desember 2010 06:00 Jón Gnarr vill banna umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll. Fréttablaðið/stefán Jón Gnarr borgarstjóri vill að borgin skori á utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld að banna umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll nema þegar hann þjónar hlutverki sem varaflugvöllur. Jón lagði fram tillögu þess efnis á fundi ráðsins í síðustu viku. Afgreiðslu hennar var frestað. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar búi að aldargamalli friðarhefð, þjóðin sé herlaus og vilji leggja sitt af mörkum til að stuðla að friði í heiminum. Þar segir jafnframt að samkvæmt upplýsingum frá Isavia hafi ellefu skilgreindar herflugvélar lent á Reykjavíkurflugvelli á þessu ári. Þær hafi verið 28 á síðasta ári. „Fram hefur komið að flugmálayfirvöld skorti heimild til að afla upplýsinga um farm herflugvélanna í styttri stoppum. Þau hafa því ekki upplýsingar um hvort vélarnar beri hættuleg vopn, sprengiefni eða kjarnavopn til landsins svo dæmi séu nefnd,“ segir í greinargerðinni. Þar er athygli jafnframt vakin á því að breska herstjórnin hafi ekki leitað leyfis borgaryfirvalda áður en hún hóf vinnu við flugvallarsvæðið árið 1940. Þáverandi borgarstjóri, Bjarni Benediktsson, hafi lýst áhyggjum af því að flugvöllur í bænum kynni að auka hættuna á að hann yrði fyrir hernaðarárás, ekki síst ef hann væri beinlínis ætlaður fyrir herflugvélar. „Friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli,“ segir borgarstjóri.- sh Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri vill að borgin skori á utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld að banna umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll nema þegar hann þjónar hlutverki sem varaflugvöllur. Jón lagði fram tillögu þess efnis á fundi ráðsins í síðustu viku. Afgreiðslu hennar var frestað. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar búi að aldargamalli friðarhefð, þjóðin sé herlaus og vilji leggja sitt af mörkum til að stuðla að friði í heiminum. Þar segir jafnframt að samkvæmt upplýsingum frá Isavia hafi ellefu skilgreindar herflugvélar lent á Reykjavíkurflugvelli á þessu ári. Þær hafi verið 28 á síðasta ári. „Fram hefur komið að flugmálayfirvöld skorti heimild til að afla upplýsinga um farm herflugvélanna í styttri stoppum. Þau hafa því ekki upplýsingar um hvort vélarnar beri hættuleg vopn, sprengiefni eða kjarnavopn til landsins svo dæmi séu nefnd,“ segir í greinargerðinni. Þar er athygli jafnframt vakin á því að breska herstjórnin hafi ekki leitað leyfis borgaryfirvalda áður en hún hóf vinnu við flugvallarsvæðið árið 1940. Þáverandi borgarstjóri, Bjarni Benediktsson, hafi lýst áhyggjum af því að flugvöllur í bænum kynni að auka hættuna á að hann yrði fyrir hernaðarárás, ekki síst ef hann væri beinlínis ætlaður fyrir herflugvélar. „Friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli,“ segir borgarstjóri.- sh
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði