„Strákar, þið eruð eitthvað vangefnir“ 20. september 2010 20:46 Andri Snær Magnason rithöfundur „Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira