„Strákar, þið eruð eitthvað vangefnir“ 20. september 2010 20:46 Andri Snær Magnason rithöfundur „Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira