Innlent

Manns­lát Ís­lendings í Lett­landi rann­sakað

Andri Ólafsson skrifar
Dyrnar áttu að vera lokaðar.
Dyrnar áttu að vera lokaðar.

Lögreglan í Lettlandi rannsakar hvernig á því stóð að dyrnar að spennistöð í miðborg Riga voru opnar en íslenskur karlmaður lést þar af völdum raflosts í gærmorgun. Að meðaltali verður eitt banaslys af þessum toga á hverju ári í Lettlandi.

Slysið varð snemma í gærmorgun þegar íslendingurinn fór inn í spennistöð í gamla bænum í Riga. Af einhverjum ástæðum stóðu dyr spennistöðvarinnar opnar en þær eiga samkvæmt öryggisreglum í Lettlandi að vera harðlokaðar og læstar enda stórhættulegt að fara þar inn. Niðamyrkur var þegar Íslendingurinn var þarna á ferð og ólíklegt að hann hafi vitað hvert hann var kominn eða í hvers konar hætta hann hafði komið sér í.

Talsmaður fyrirtækisns sem annast spennistöðvar í Riga segir að tilkynning hafi borist um bilun í einni stöðinni í gamla bænum rétt fyrir átta á föstudagsmorgninum, tveir starfsmenn hafi verið sendir á vettvang og voru þeir fyrstu sem komu að íslendingun látnum í spennistöðinni.

Talsmaðurinn kann ekki skýringu á því hvers vegna dyrnar að spennustöðinni stóðu opnar. Hann segir erfitt hafa eftirlit með hverri einustu spennustöð því þær skipti þúsundum í Riga einni og slys af þessu tagi gerist reglulega.

Hann segir að lögreglan rannsaki hvernig á því stóð að dyrnar hafi staðið opnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×