Fagfólk skóla virðist vanmeta eineltið 23. október 2010 02:00 Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. Börn sem eiga erlenda foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hins vegar telja rúm 75 prósent fagfólks í grunnskólum að börn sem eru með íslensku sem annað tungumál verði annaðhvort jafnmikið eða minna fyrir einelti en börn sem eiga íslenska foreldra. Einungis 7,5 prósent telja að börn með íslensku sem annað tungumál verði meira fyrir einelti. Fimmtungur vissi ekki hvort mismunur væri þar á milli. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í 122 grunnskólum og ber heitið „Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum - upplifun fagfólks skólanna," og var gerð af Huldu Karen Daníelsdóttur, Ara Klængi Jónssyni og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að almenn ánægja virðist ríkja meðal stjórnenda skóla um aðstæður barna af erlendum uppruna, þó að skýr þörf fyrir fræðslu og þjálfun komi fram. Í rannsókn Þórodds kemur fram að 16 prósent þeirra nemenda í 10. bekk sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna telji sig hafa orðið fyrir einelti, 12 prósent þar sem annað foreldrið er íslenskt og um 8 prósent þeirra þar sem báðir foreldrar eru íslenskir. Þóroddur segir að þótt börn sem eiga erlenda foreldra séu helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau íslensku, sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi miðað við það sem þekkist í öðrum löndum. „Það þýðir þó ekki að það sé minna alvarlegt," segir Þóroddur. „En langflestir krakkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða af erlendum uppruna, segjast ekki verða fyrir einelti, þó svo að þeir síðarnefndu séu helmingi líklegri til þess." sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Börn sem eiga erlenda foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hins vegar telja rúm 75 prósent fagfólks í grunnskólum að börn sem eru með íslensku sem annað tungumál verði annaðhvort jafnmikið eða minna fyrir einelti en börn sem eiga íslenska foreldra. Einungis 7,5 prósent telja að börn með íslensku sem annað tungumál verði meira fyrir einelti. Fimmtungur vissi ekki hvort mismunur væri þar á milli. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í 122 grunnskólum og ber heitið „Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum - upplifun fagfólks skólanna," og var gerð af Huldu Karen Daníelsdóttur, Ara Klængi Jónssyni og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að almenn ánægja virðist ríkja meðal stjórnenda skóla um aðstæður barna af erlendum uppruna, þó að skýr þörf fyrir fræðslu og þjálfun komi fram. Í rannsókn Þórodds kemur fram að 16 prósent þeirra nemenda í 10. bekk sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna telji sig hafa orðið fyrir einelti, 12 prósent þar sem annað foreldrið er íslenskt og um 8 prósent þeirra þar sem báðir foreldrar eru íslenskir. Þóroddur segir að þótt börn sem eiga erlenda foreldra séu helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau íslensku, sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi miðað við það sem þekkist í öðrum löndum. „Það þýðir þó ekki að það sé minna alvarlegt," segir Þóroddur. „En langflestir krakkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða af erlendum uppruna, segjast ekki verða fyrir einelti, þó svo að þeir síðarnefndu séu helmingi líklegri til þess." sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira