Erlent

Heimsótti gröf bróður síns

Við gröf bróður síns Jaroslaw Kaczynski ásamt frænku sinni.
nordicphotos/AFP
Við gröf bróður síns Jaroslaw Kaczynski ásamt frænku sinni. nordicphotos/AFP

Jarozlaw Kaczynski, forsetaframbjóðandi í Póllandi, heimsótti í gær gröf tvíburabróður síns, Lech Kaczynskis fyrrverandi forseta, sem fórst í flugslysi í Rússlandi í apríl.

Í gær var 61 árs afmælisdagur tvíburabræðranna, en á morgun fara fram forsetakosningar, þar sem Jaroslaw keppir við níu aðra frambjóðendur um að verða arftaki hins látna bróður síns, þar á meðal Bronislaw Komarowski þingforseta sem hefur gegnt forsetaembættinu til bráðabirgða.

Síðust skoðanakannanir sýna að Komarowski er sigurstranglegri, en nái enginn meirihluta verður kosið á milli tveggja efstu í seinni umferð kosninganna eftir tvær vikur.- gb







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×