Nefbraut kærustuna og myndbirtir kynferðisbrotamenn 10. maí 2010 10:07 Skúli Steinn Vilbergsson, stundum kallaður Skúli Tyson, myndbirtir barnaníðinga og nauðgara. „Þetta eru allt myndir sem hafa verið birtar áður í fjölmiðlum og mennirnir hafa verið dæmdir," segir Skúli Steinn Vilbergsson, en hann heldur úti síðu á samskiptavefnum Facebook, þar sem hann nafn- og myndbirtir barnaníðinga og nauðgara. Vefurinn er umdeildur svo ekki sé meira sagt. Meðal annars gagnrýndi lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson vefinn harðlega í viðtali á Pressunni.is í morgun. En vefurinn hefur fengið góðar viðtökur á Facebook. Eftir vikulanga tilvist eru um 1600 meðlimir í klúbbnum sem eru sammála hugmyndum Skúla um að það eigi að mynd- og nafnbirta menn sem hafa hlotið dóma fyrir gróf kynferðisbrot. Aðspurður hvort slíkar upplýsingar séu ekki til þess fallnar að skapa múgæsing eða jafnvel setja hina dæmdu í hættu svarar Skúli: „Hafa þeir ekki bara gott af því?" Skúli bendir á að allar myndirnar og nöfnin hafi áður verið birt í fjölmiðlum. Hann segist eingöngu safna þeim saman og birta á einum stað. Að sögn Skúla hefur hann fengið sent í pósti bæði nöfn og myndir af meintum kynferðisbrotamönnum sem ekki hafa hlotið dóma fyrir meintu brotin sín. „En það er ekki liðið," fullyrðir Skúli. Sjálfur er Skúli ekki ókunnugur réttarkerfinu. Það eru ekki nema rúmir tveir mánuðir síðan hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nefbrjóta kærustuna sína. Hann var dæmdur fyrir að slá hana í andlitið með glasi þannig hún nefbrotnaði auk þess sem hún hlaut skurð í andlitið. Skúli Steinn neitaði að hafa kastað glasinu í kærustu sína. Kvaðst hann hafa misst glasið þegar að kærasta hans sparkaði í klofið á honum. Sjálfur er Skúli fyrrum atvinnumaður í boxi. Spurður hvort honum fyndist í lagi að vera myndbirtur, til dæmis á síðu þar sem konur eru varaðar við ofbeldisfullum mönnum, svarar Skúli: „Ég var ranglega dæmdur. Ég er búinn að áfrýja málinu til Hæstaréttar." Dómur er ekki fallinn í Hæstarétti. Þá bendir Skúli einnig á að lögmaðurinn Sveinn Andri, sem gagnrýndi síðuna á Pressunni, er lögmaður fyrrverandi kærustu hans. Því geti hann tæpast verið hlutlaus í þessu máli að mati Skúla. Þegar Skúli er spurður að lokum hvort hann ætli að loka síðunni svarar hann: „Það er ekki nokkur ástæða til þess. Ég er ekki að brjóta af mér. Ég er eingöngu að gera það sem yfirvöld hafa ekki kjark til þess að gera." Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Þetta eru allt myndir sem hafa verið birtar áður í fjölmiðlum og mennirnir hafa verið dæmdir," segir Skúli Steinn Vilbergsson, en hann heldur úti síðu á samskiptavefnum Facebook, þar sem hann nafn- og myndbirtir barnaníðinga og nauðgara. Vefurinn er umdeildur svo ekki sé meira sagt. Meðal annars gagnrýndi lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson vefinn harðlega í viðtali á Pressunni.is í morgun. En vefurinn hefur fengið góðar viðtökur á Facebook. Eftir vikulanga tilvist eru um 1600 meðlimir í klúbbnum sem eru sammála hugmyndum Skúla um að það eigi að mynd- og nafnbirta menn sem hafa hlotið dóma fyrir gróf kynferðisbrot. Aðspurður hvort slíkar upplýsingar séu ekki til þess fallnar að skapa múgæsing eða jafnvel setja hina dæmdu í hættu svarar Skúli: „Hafa þeir ekki bara gott af því?" Skúli bendir á að allar myndirnar og nöfnin hafi áður verið birt í fjölmiðlum. Hann segist eingöngu safna þeim saman og birta á einum stað. Að sögn Skúla hefur hann fengið sent í pósti bæði nöfn og myndir af meintum kynferðisbrotamönnum sem ekki hafa hlotið dóma fyrir meintu brotin sín. „En það er ekki liðið," fullyrðir Skúli. Sjálfur er Skúli ekki ókunnugur réttarkerfinu. Það eru ekki nema rúmir tveir mánuðir síðan hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nefbrjóta kærustuna sína. Hann var dæmdur fyrir að slá hana í andlitið með glasi þannig hún nefbrotnaði auk þess sem hún hlaut skurð í andlitið. Skúli Steinn neitaði að hafa kastað glasinu í kærustu sína. Kvaðst hann hafa misst glasið þegar að kærasta hans sparkaði í klofið á honum. Sjálfur er Skúli fyrrum atvinnumaður í boxi. Spurður hvort honum fyndist í lagi að vera myndbirtur, til dæmis á síðu þar sem konur eru varaðar við ofbeldisfullum mönnum, svarar Skúli: „Ég var ranglega dæmdur. Ég er búinn að áfrýja málinu til Hæstaréttar." Dómur er ekki fallinn í Hæstarétti. Þá bendir Skúli einnig á að lögmaðurinn Sveinn Andri, sem gagnrýndi síðuna á Pressunni, er lögmaður fyrrverandi kærustu hans. Því geti hann tæpast verið hlutlaus í þessu máli að mati Skúla. Þegar Skúli er spurður að lokum hvort hann ætli að loka síðunni svarar hann: „Það er ekki nokkur ástæða til þess. Ég er ekki að brjóta af mér. Ég er eingöngu að gera það sem yfirvöld hafa ekki kjark til þess að gera."
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira