Innlent

Eiginmaður ráðherra ekki verjandi í málinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd/ Vilhelm.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd/ Vilhelm.
Sigurmar Kristján Albertsson, hæstaréttarlögmaður og eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra, er ekki verjandi í máli gegn níu mönnum sem ákærðir eru vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan.

Sigurmar var skráður verjandi allra sakborninganna á vef Héraðsdóms Reykjavíkur og samkvæmt heimildum Vísis óskaði að minnsta kosti einn sakborningurinn, Andri Leó Lemarquis, eftir því að Sigurmar yrði skipaður verjandi sinn þegar að honum var birt ákæran.

Sigurmar segist hins vegar í samtali við Vísi ekki hafa tekið málið að sér enda séu aðrir færari en hann til þess að fást við mál af þessu tagi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×