Leita réttar síns eftir þriggja daga fangelsi 22. maí 2010 05:30 Í Leifsstöð Komu tveggja kvenna frá Rúmeníu hingað til lands bar upp á sama tíma og flugsamgöngur röskuðust í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Fréttablaðið/Pjetur Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira