Íslenski boltinn

Framarar enduðu sigurgöngu Blika með öruggum sigri

Mynd/Daníel
Framarar unnu 3-1 sigur á Blikum á Laugardalsvellinum í kvöld og sáu til þess að Blikar náðu ekki að endurheimta  toppsætið af Eyjamönnum. Þetta var fyrst deildartap Blika síðan 14. júní

Hjálmar Þórarinsson og Almarr Ormarsson komu Fram í 2-0 á fyrstu 22 mínútum leiksins og Jón Guðni Fjóluson kom Framliðinu síðan í 3-0 rétt fyrir leikhlé.

Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Blika í seinni hálfleik en Breiðabliksliðið var fyrir þennan leik búið að vinna fimm deildarleiki í röð.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fram - Breiðablik.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 en þá hefjast alls þrír leikir. Klukkan 20.00 hefst svo viðureign FH og Hauka.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×