Lífið

Mynd Reese kippt til baka vegna blótsyrða

Orðinu „fuck" bregður fyrir þrisvar en yfirleitt er því leyft að heyrast einu sinni í unglingamyndum.
Orðinu „fuck" bregður fyrir þrisvar en yfirleitt er því leyft að heyrast einu sinni í unglingamyndum.
Aðstandendur kvikmyndarinnar How Do You Know með Reese Witherspoon í aðalhlutverkinu eru í miklum vandræðum eftir að kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna setti þeim skilyrði; annað hvort yrði myndin klippt eða hún yrði bönnuð.

Ástæðan fyrir þessum viðbrögðum var sú að eftirlitinu fannst blótsyrðin vera einfaldlega of mörg. Kvikmyndaverið Columbia hafði vonast til að þessi rómantíska kvikmynd með Paul Rudd og Owen Wilson yrði bönnuð yngri en þrettán ára og þannig fengju unglingar að sjá hana yfir hátíðarnar.

Hins vegar fengu framleiðendurnir að vita að þar sem sögupersónurnar blótuðu of mikið yrði myndin bönnuð innan sautján ára. Reyndar verður að taka það fram að orðinu „fuck" bregður fyrir þrisvar en yfirleitt er því leyft að heyrast einu sinni í unglingamyndum. Columbiu-menn verða því að hafa hraðar hendur því ráðgert hafði verið að How Do You Know yrði frumsýnd 17. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.