Askan getur hindrað alla sjúkraflutninga 18. maí 2010 06:00 Vestmannaeyja-Þór Björgunarskip Landsbjargar eru fjórtán talsins og um borð er sami búnaður og finna má í sjúkrabíl. fréttablaðið/óskar P. friðriksson Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira