Fjögur útköll á 15 tímum 18. ágúst 2010 05:00 tf-Gná á leið í útkall um hádegi í gær Ekki er vitað til þess að svo mörg útköll hafi borist Landhelgisgæslunni á einum degi. fréttablaðið/vilhelm Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira