Fjögur útköll á 15 tímum 18. ágúst 2010 05:00 tf-Gná á leið í útkall um hádegi í gær Ekki er vitað til þess að svo mörg útköll hafi borist Landhelgisgæslunni á einum degi. fréttablaðið/vilhelm Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira