Sökuð um ólöglega hundaræktun á Akranesi Valur Grettisson skrifar 22. september 2010 15:59 Margrét Tómasdóttir með verðlaunahund. „Hann er algjörlega geðveikur þessi hundaeftirlitsmaður. Hann leggur mann í einelti," segir Margrét Tómasdóttir, formaður hundaræktunarfélagsins Íshunda, en hún gerði athugasemdir við störf hundaeftirlitsmanns á Akranesi á dögunum. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmdaráðs bæjarins en þar er Margrét sökuð um að hafa ekki tilskilin leyfi fyrir hundaræktuninni samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Framkvæmdaráð vitnar í lögregluskýrslur um málið og óskar svo eftir því við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um að gripið verði tafarlaust til viðeigandi aðgerða vegna meints brots á reglum um hundaræktun. „Það þarf ekki leyfi fyrr en maður er kominn með sex tíkur," segir Margrét sem fullyrðir að hún hafi leyfi til þess að stunda þá hundaræktun sem hún stundi. Hún eigi fjórar tíkur, ein þeirra sé þó í umsjón vinar hennar en stefnt er á að hann fái forræði yfir henni. Margrét segir enga stofnun né lögreglu hafa haft afskipti af sér vegna hundaræktunarinnar utan hundaeftirlitsmanninn sem hún vill meina að sæki óeðlilega fast að henni. Hún sakar hann um að liggja á gluggum heima hjá sér og reyni að hlera það sem gerist inn í húsinu. Margrét segir í viðtali við Vísi að hún hafi áður þurft að kvarta undan hundaeftirlitsmanninum, þá hafi ástandið stórbatnað. Aðspurð hversvegna framkvæmdaráð bregðist svona hart við svarar Margrét: „Ég hef ekki hugmynd um það." Margrét segist ekki alls óvön því sem hún vill kalla ofsóknir en foreldrar hennar reka hundaræktun á Dalsmynni. Sú hundaræktun varð gríðarlega umdeild á sínum tíma. Húsfreyjunni á Dalsmynni, Ástu Sigurðardóttur, fannst svo illa að sér vegið að hún höfðaði meiðyrðamál á hendur nafngreindum aðilum á heimasíðunni Hundaspjall.is. Hún sigraði í héraðsdómi en fjögur ummæli af sjö voru dæmd ómerk. Það er umhverfisstofnun sem fer með eftirlit með hundaræktun. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gat ekki tjáð sig um fundargerðina að sinni. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Hann er algjörlega geðveikur þessi hundaeftirlitsmaður. Hann leggur mann í einelti," segir Margrét Tómasdóttir, formaður hundaræktunarfélagsins Íshunda, en hún gerði athugasemdir við störf hundaeftirlitsmanns á Akranesi á dögunum. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmdaráðs bæjarins en þar er Margrét sökuð um að hafa ekki tilskilin leyfi fyrir hundaræktuninni samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Framkvæmdaráð vitnar í lögregluskýrslur um málið og óskar svo eftir því við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um að gripið verði tafarlaust til viðeigandi aðgerða vegna meints brots á reglum um hundaræktun. „Það þarf ekki leyfi fyrr en maður er kominn með sex tíkur," segir Margrét sem fullyrðir að hún hafi leyfi til þess að stunda þá hundaræktun sem hún stundi. Hún eigi fjórar tíkur, ein þeirra sé þó í umsjón vinar hennar en stefnt er á að hann fái forræði yfir henni. Margrét segir enga stofnun né lögreglu hafa haft afskipti af sér vegna hundaræktunarinnar utan hundaeftirlitsmanninn sem hún vill meina að sæki óeðlilega fast að henni. Hún sakar hann um að liggja á gluggum heima hjá sér og reyni að hlera það sem gerist inn í húsinu. Margrét segir í viðtali við Vísi að hún hafi áður þurft að kvarta undan hundaeftirlitsmanninum, þá hafi ástandið stórbatnað. Aðspurð hversvegna framkvæmdaráð bregðist svona hart við svarar Margrét: „Ég hef ekki hugmynd um það." Margrét segist ekki alls óvön því sem hún vill kalla ofsóknir en foreldrar hennar reka hundaræktun á Dalsmynni. Sú hundaræktun varð gríðarlega umdeild á sínum tíma. Húsfreyjunni á Dalsmynni, Ástu Sigurðardóttur, fannst svo illa að sér vegið að hún höfðaði meiðyrðamál á hendur nafngreindum aðilum á heimasíðunni Hundaspjall.is. Hún sigraði í héraðsdómi en fjögur ummæli af sjö voru dæmd ómerk. Það er umhverfisstofnun sem fer með eftirlit með hundaræktun. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gat ekki tjáð sig um fundargerðina að sinni.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira