Innlent

Icesave dæmi um stuttan fyrirvara

Vigdís Hauksdóttir Þingmaður Framsóknarflokks vill styttri fyrirvara á þjóðaratkvæðagreiðslum en lögin mæla fyrir um í dag.
Vigdís Hauksdóttir Þingmaður Framsóknarflokks vill styttri fyrirvara á þjóðaratkvæðagreiðslum en lögin mæla fyrir um í dag.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til að breyta lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur þannig að hægt sé að halda slíkar atkvæðagreiðslur með skemmri fyrirvara en þremur mánuðum.

Vigdís er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu frá því á þriðjudag um að samhliða kosningu til stjórnalagaþings þann 27. nóvember verði þjóðaratkvæðagreiðsla um að hætta við aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær yfirsást Vigdísi og meðflutningsmönnum hennar að tillögunni, að samkvæmt lögum sem samþykkt voru í júní þurfa að líða minnst þrír mánuðir frá því Alþingi samþykkir þjóðaratkvæðagreiðslu þar til atkvæðagreiðslan fer fram.

Vigdís var hluti meirihluta í allsherjarnefnd Alþingis sem lagði fram frumvarpið frá í júní.

„Í frumvarpi þessu er lagt til að undantekning verði gerð á þriggja mánaða tímamarkinu á þeim grunni að ef um kosningar sé að ræða innan þess tímaramma megi þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram samhliða kosningunum þó að styttri tími sé í þær en þrír mánuðir. Er þetta meðal annars gert til að spara ríkinu kostnað við kosningar. Áætlað er að þjóðaratkvæðagreiðslur kosti um 250 milljónir króna,“ segir í greinargerð Vigísar með frumvarpinu.

Hún bendir einnig á sem fordæmi að ríkisstjórnin hafi ekki tekið ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin fyrr en tíu dögum áður en atkvæðagreiðslan fór fram.

- gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×