Valencia á toppinn á Spáni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2010 23:30 Úr leik Valencia og Sporting Gijon í kvöld. Nordic Photos / AFP Valencia kom sér á topp spænsku úrvalsdeildinarinnar með 2-0 sigri á Sporting Gijon í kvöld. Real Madrid gerði á sama tíma markalaust jafntefli við Levante. Real datt niður í þriðja sæti deildarinnar þar sem að Barcelona vann 3-1 sigur á Athletic Bilbao. Valencia er enn taplaust í deildinni og hefur fengið þrettán stig af fimmtán mögulegum. Mehmet Topal og Roberto Soldado skoruðu mörk liðsins í kvöld en það mætir næst Manchester United í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. Barcelona naut góðs af því í kvöld að Fernando Amorebieta, leikmaður Athletic, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var engu að síður markalaus. Þeir Seydou Keita, Xavi og Sergio Busquets skoruðu þó fyrir Börsunga í síðari hálfleik. David Villa, leikmaður Barcelona, fékk reyndar að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Real virðist ganga illa að skora undir stjórn Jose Mourinho en liðið hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins. Það er óneitanlega lítið, samanborið við að liðið skoraði 102 mörk allt síðasta tímabil. „Það er ekki eðlilegt hvað þetta lið þarf mikið af marktækifærum til að skora," sagði Mourinho. „Ég hef vitanlega áhyggjur af því því maður verður að skora til að vinna leiki og við höfum þegar tapað nokkrum stigum." „Gæði leikmanna er ekki vandmálið því þessir leikmenn eru vanir því að skora oft og mikið." Barcelona mætir Rubin Kazan í Meistaradeild Evrópu í næstu viku og Real Madrid mætir Auxerre. Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Valencia kom sér á topp spænsku úrvalsdeildinarinnar með 2-0 sigri á Sporting Gijon í kvöld. Real Madrid gerði á sama tíma markalaust jafntefli við Levante. Real datt niður í þriðja sæti deildarinnar þar sem að Barcelona vann 3-1 sigur á Athletic Bilbao. Valencia er enn taplaust í deildinni og hefur fengið þrettán stig af fimmtán mögulegum. Mehmet Topal og Roberto Soldado skoruðu mörk liðsins í kvöld en það mætir næst Manchester United í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. Barcelona naut góðs af því í kvöld að Fernando Amorebieta, leikmaður Athletic, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var engu að síður markalaus. Þeir Seydou Keita, Xavi og Sergio Busquets skoruðu þó fyrir Börsunga í síðari hálfleik. David Villa, leikmaður Barcelona, fékk reyndar að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Real virðist ganga illa að skora undir stjórn Jose Mourinho en liðið hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins. Það er óneitanlega lítið, samanborið við að liðið skoraði 102 mörk allt síðasta tímabil. „Það er ekki eðlilegt hvað þetta lið þarf mikið af marktækifærum til að skora," sagði Mourinho. „Ég hef vitanlega áhyggjur af því því maður verður að skora til að vinna leiki og við höfum þegar tapað nokkrum stigum." „Gæði leikmanna er ekki vandmálið því þessir leikmenn eru vanir því að skora oft og mikið." Barcelona mætir Rubin Kazan í Meistaradeild Evrópu í næstu viku og Real Madrid mætir Auxerre.
Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira