Innlent

Kjörstjórn hvetur fólk til þess að ganga á kjörstað

Það er mikil umferð í Laugardalnum.
Það er mikil umferð í Laugardalnum.

Kjörstjórnin í Laugardalnum hvetur kjósendur, sem koma því við, að koma ekki á bílum heldur fótgandi eða á hjólum. Ástæðan er sú að það er gríðarlega mikið um að vera í Laugardalnum auk kosninganna.

Meðal annars heldur Stöð 2 mikla hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þá er einnig fótboltamót í gangi. Þetta hefur orðið til þess að litið er um stæði í dalnum og að sögn kjörstjórnar hefur það reynst eldra fólki erfitt.

Því vill kjörstjórnin koma þeim vinsamlegu tilmælum til almennings að koma á kjörstað bíllausir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×