Þingflokkur VG fundaði í kvöld um Magma málið og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um lánavexti sem kveðinn var upp í dag.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður VG segist ekki vera tilbúin til að ræða efnislega um fundarefnið. Hún segir ekki óeðlilegt að funda á föstudagskvöldi. Þingmenn séu mikið úti á landi þessa dagana og meiri vilji hafi verið fyrir því að halda fundinn núna heldur en á laugardegi eða sunnudegi.
Þá kom ríkisstjórnin saman til fundar í fjármálaráðuneytinu fyrr í kvöld og ræddi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
