Innlent

Herjólfur lagður frá höfn

SB skrifar
Björgunaraðgerðir í Vestmannaeyjum.
Björgunaraðgerðir í Vestmannaeyjum. Mynd/Gísli Óskarsson

Skemmdir á Herjólfi voru ekki eins alvarlegar og leit út í fyrstu. Herjólfur er lagður aftur frá höfn í seinni ferð sína til Þorlákshafnar.

Herjólfur varð vélarvana í dag í innsiglingunni til Vestmannaeyja. Kafarar voru sendir til að kanna skemmdir á skipinu sem var fullhlaðið og sátu farþegar fastir í skipinu meðan rannsókn kafarana fór fram.

Gísli Óskarsson, fréttamaður Stöðvar 2 í Eyjum, segir að menn hafi óttast um stýrisbúnað skipsins þar sem það hafi tekið niðri þegar það varð vélarvana. Betur fór þó en á horfðist og er skipið nú komið aftur á siglingu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×