Um það bil 58 prósent landsmanna eru mjög eða frekar fylgjandi því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka.
Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem MMR gerði fyrir verfsíðuna Andríki. Aðeins 24 prósent eru mjög eða frekar andvíg því að draga umsóknina til baka.
Þá telja tveir af hverjum þremur að þeim 990 milljónum króna, sem væntanlega verður varið í umskóknarferlið, sé mjög eða frekar illa varið, en um 20 prósnet telja þeim fjármunum vel varið.