Vill nýjan dómara í máli níumenninga 18. ágúst 2010 06:00 Fyrir utan héraðsdóm Á meðan málið fór fram í dómsal börðu þeir sem ekki fengu inngöngu um tíma á hurðir og glugga.Fréttablaðið/GVA Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum. Ragnar Aðalsteinsson er verjandi fjögurra af sakborningunum níu. Við fyrirtökuna lagði hann fram ný viðbótargögn í málinu, svo sem afrit af tölvuskeytum frá því á mánudagskvöld, sem hann taldi sýna fram á að héraðsdómari og dómstjóri hafi unnið í sameiningu að því að kalla til lögreglu þegar málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi. Skeytin voru frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins. Til viðbótar sagði Ragnar dómara hafa sett málið gegn níumenningunum á svið með þeim hætti að þeir beri ekki traust til dómsins. „Dómari stimplaði sök á sakborninga mína," sagði Ragnar er hann gagnrýndi hlutdrægni dómara í málinu. Sakborningar sýndu dómnum litla virðingu, voru með háðsglósur í garð dómara og saksóknara í málinu og frammíköll. Á meðan málið fór fram börðu þeir sem ekki fengu inngöngu í dómsal um tíma á hurðir og glugga. Ragnari varð tíðrætt um veru lögreglunnar við Héraðsdóm Reykjavíkur, jafnt í gærmorgun og þegar málið hefur áður verið tekið fyrir. Hann taldi tíu lögreglumenn við héraðsdóm í gær. Nokkrir lögreglumenn voru í anddyri héraðsdóms áður en málið var tekið fyrir og höfðu þeir umsjón með að halda aftur af hópi fólks, sem safnast hafði saman fyrir framan dómhúsið, og sjá til þess ásamt starfsmanni héraðsdóms að þeir einir kæmust inn í húsið sem dómsalurinn gæti rúmað. Skömmu áður en málið var á dagskrá brutust út ólæti og háreysti í læstu anddyrinu þegar nokkrum sakborninga var meinaður inngangur í húsið. Nokkrar stympingar urðu þegar lögregla rýmdi anddyri dómhússins eftir að málinu var frestað. Sjónarvottar segja að nokkrir sakborninga og fólk sem tengist þeim hafi neitað að verða við óskum lögreglu um útgöngu og var þeim ýtt út. Ragnari var fagnað með lófataki þegar hann yfirgaf dómhúsið en hreytt var ónotum í lögreglumenn. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum. Ragnar Aðalsteinsson er verjandi fjögurra af sakborningunum níu. Við fyrirtökuna lagði hann fram ný viðbótargögn í málinu, svo sem afrit af tölvuskeytum frá því á mánudagskvöld, sem hann taldi sýna fram á að héraðsdómari og dómstjóri hafi unnið í sameiningu að því að kalla til lögreglu þegar málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi. Skeytin voru frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins. Til viðbótar sagði Ragnar dómara hafa sett málið gegn níumenningunum á svið með þeim hætti að þeir beri ekki traust til dómsins. „Dómari stimplaði sök á sakborninga mína," sagði Ragnar er hann gagnrýndi hlutdrægni dómara í málinu. Sakborningar sýndu dómnum litla virðingu, voru með háðsglósur í garð dómara og saksóknara í málinu og frammíköll. Á meðan málið fór fram börðu þeir sem ekki fengu inngöngu í dómsal um tíma á hurðir og glugga. Ragnari varð tíðrætt um veru lögreglunnar við Héraðsdóm Reykjavíkur, jafnt í gærmorgun og þegar málið hefur áður verið tekið fyrir. Hann taldi tíu lögreglumenn við héraðsdóm í gær. Nokkrir lögreglumenn voru í anddyri héraðsdóms áður en málið var tekið fyrir og höfðu þeir umsjón með að halda aftur af hópi fólks, sem safnast hafði saman fyrir framan dómhúsið, og sjá til þess ásamt starfsmanni héraðsdóms að þeir einir kæmust inn í húsið sem dómsalurinn gæti rúmað. Skömmu áður en málið var á dagskrá brutust út ólæti og háreysti í læstu anddyrinu þegar nokkrum sakborninga var meinaður inngangur í húsið. Nokkrar stympingar urðu þegar lögregla rýmdi anddyri dómhússins eftir að málinu var frestað. Sjónarvottar segja að nokkrir sakborninga og fólk sem tengist þeim hafi neitað að verða við óskum lögreglu um útgöngu og var þeim ýtt út. Ragnari var fagnað með lófataki þegar hann yfirgaf dómhúsið en hreytt var ónotum í lögreglumenn. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira