Innlent

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar úti í kuldanum

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar er ekki kjörinn.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar er ekki kjörinn.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar nær ekki inn samkvæmt nýjustu tölum í Hafnarfirði en þegar hafa 6800 verið talin.

Samfylkingin fékk 2550 atkvæði og 5 menn. Sjálfstæðisflokkurinn var með 2150 atkvæði og 5 menn kjörna. Vinstri grænir fengu 800 atkvæði og einn mann kjörinn.

Framsóknarflokkurinn fékk 400 atkvæði og engan mann frekar en á síðasta kjörtímabili.

Kvöldið er þó ekki úti því Lúðvík þarf aðeins ellefu atkvæði til þess að fella næsta mann hjá Sjálfstæðisflokknum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×