Lífið

Íslenska smjörið er galdurinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Viggó Vigfússon ætlar að baka fyrir gesti og gangandi í dag.
Karl Viggó Vigfússon ætlar að baka fyrir gesti og gangandi í dag.
Galdurinn við góðan smákökubakstur er að nota íslenskt smjör, segir Karl Viggó Vigfússon, framkvæmdastjóri íslenska kokkalandsliðsins. Hann hefur verið Ikea á Íslandi við þróun og framleiðslu á smákökudeigi úr fyrsta flokks íslensku hráefni. Verið er að setja deigið á markað nú fyrir jólin.

„Í uppskriftinni notum við íslenskt smjör en ekki smjörlíki, en með íslenska smjörinu kemur allt annað og miklu betra bragð. Í raun er þetta góð ömmuuppskrift sem margir kannast við, einföld en á sama tíma ljúffeng," segir Karl Viggó. „Við höfum þróað tvær uppskriftir, smákökur með kókos og rúsínum og smákökur með súkkulaðibitum og hnetum," bætir Karl við.

Karl Viggó ætlar að baka smákökur í Ikea í dag og næstu helgar fram að jólum fyrir þá sem eiga leið hjá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.