Rekur hótel á slóðum Sopranos-fjölskyldunnar 15. nóvember 2010 11:30 Magnús Guðbergur, eigandi Hr. Hinsegin-keppninnar, rekur nú lúxusíbúðahótel í Jersey eftir að hafa misst vinnuna sem flugþjónn í Kaupmannahöfn. „Til að byrja með var ég sérlegur aðstoðarmaður Jarls Haugedal en svo var ég gerður að hótelstjóra,“ segir Magnús Guðbergur Jónsson. Hann er nú hótelstjóri á lúxusíbúðahótelinu NYC-JC sem er á besta stað í Jersey. Frá hótelinu er útsýni yfir alla skýjakljúfana á Manhattan og Frelsisstyttuna og segir Magnús þetta vera einstakt, að horfa yfir Hudson-ána og yfir til New York. „Þeir sem eru staddir í New York sjá ekki þetta.“ Magnús vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar hann kom til Íslands og hélt keppnina Hr. Hinsegin í Þjóðleikhúskjallaranum en hann hafði keypt opinbera réttinn að þessari keppni. Sjálfur keppti Magnús í Mr. Gay Europe árið 2008 og hafnaði í öðru sæti. Og til að gera langa sögu stutta varð sú þátttaka til þess að hann er nú hótelstjóri í Jersey City. „Ég kynntist eigandanum, Jarl Haugedal, í Mr. Gay World þar sem hann sat í dómnefnd. Þetta er frekar lítill hópur í kringum þessa keppni og þegar ég missti vinnuna sem flugþjónn og bjó í Kaupmannahöfn þá hafði hann samband við mig og bauð mér þessa vinnu,“ útskýrir Magnús sem tók henni fegins hendi. Hótelið er í nágrenni við Sopranos-hverfið svokallaða en þar voru hinir víðfrægu mafíu-sjónvarpsþættir teknir upp. Jersey gerir töluvert út á þá staðreynd en Magnús viðurkennir að hann hafi aldrei verið mikill aðdáandi þeirra. „En ég verð að bæta úr því og kíkja á þessa staði.“ Í blaðagrein um hótelið í norska Séð og heyrt kom fram að fjöldi frægra hafi gist á hótelinu og nægir þar að nefna Robert de Niro og Beyoncé. Magnús segist ekki enn hafa rekist á stjörnu enda sé háannatímabilið hjá Bandaríkjamönnum liðið. „Nú erum við bara að taka á móti fólki frá Skandinavíu.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Til að byrja með var ég sérlegur aðstoðarmaður Jarls Haugedal en svo var ég gerður að hótelstjóra,“ segir Magnús Guðbergur Jónsson. Hann er nú hótelstjóri á lúxusíbúðahótelinu NYC-JC sem er á besta stað í Jersey. Frá hótelinu er útsýni yfir alla skýjakljúfana á Manhattan og Frelsisstyttuna og segir Magnús þetta vera einstakt, að horfa yfir Hudson-ána og yfir til New York. „Þeir sem eru staddir í New York sjá ekki þetta.“ Magnús vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar hann kom til Íslands og hélt keppnina Hr. Hinsegin í Þjóðleikhúskjallaranum en hann hafði keypt opinbera réttinn að þessari keppni. Sjálfur keppti Magnús í Mr. Gay Europe árið 2008 og hafnaði í öðru sæti. Og til að gera langa sögu stutta varð sú þátttaka til þess að hann er nú hótelstjóri í Jersey City. „Ég kynntist eigandanum, Jarl Haugedal, í Mr. Gay World þar sem hann sat í dómnefnd. Þetta er frekar lítill hópur í kringum þessa keppni og þegar ég missti vinnuna sem flugþjónn og bjó í Kaupmannahöfn þá hafði hann samband við mig og bauð mér þessa vinnu,“ útskýrir Magnús sem tók henni fegins hendi. Hótelið er í nágrenni við Sopranos-hverfið svokallaða en þar voru hinir víðfrægu mafíu-sjónvarpsþættir teknir upp. Jersey gerir töluvert út á þá staðreynd en Magnús viðurkennir að hann hafi aldrei verið mikill aðdáandi þeirra. „En ég verð að bæta úr því og kíkja á þessa staði.“ Í blaðagrein um hótelið í norska Séð og heyrt kom fram að fjöldi frægra hafi gist á hótelinu og nægir þar að nefna Robert de Niro og Beyoncé. Magnús segist ekki enn hafa rekist á stjörnu enda sé háannatímabilið hjá Bandaríkjamönnum liðið. „Nú erum við bara að taka á móti fólki frá Skandinavíu.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira