Innlent

Um minniháttar hlaup að ræða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gamla brúin yfir Markarfljót hefur þurft að þola mikið vegna flóðanna.
Gamla brúin yfir Markarfljót hefur þurft að þola mikið vegna flóðanna.
Nýtt hlaup hófst úr Eyjafjallajökli laust fyrir klukkan þrjú í dag. Hlaupið var minniháttar að sögn lögreglumanna á Hvolsvelli.

Tvo flóð brustu á með skömmu millibili í nótt og um kvöldmatarleytið í gær kom svo flóð sem var af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt þótti að rýma bæi úr Fljótshlíðinni og í Landeyjum.

Fólk fékk svo að snúa fljótlega heim, en næturrýming var á um það bil 20 bæjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×