Innlent

Vilja mosku hjá Veðurstofunni

Félag múslima á Íslandi á í viðræðum við Reykjavíkurborg um byggingarlóð fyrir mosku. Í erindi til skipulagsfulltrúa leggur félagið til þrjár mögulegar lóðir. Helst vilja múslimar reisa moskuna á borgarlandi við Bústaðaveg vestan við hús Landsvirkjunar og Veðurstofunnar.

Einnig nefna þeir lóð sem ríkið á við Sjómannaskólann og lóðina sem SVR hafði á Kirkjusandi en er nú í eigu Íslandsbanka. Félagið hefur á liðnum árum oft sótt um byggingarlóð án þess að málið hafi verið leitt til lykta. - gar





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×