Búið er að draga í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA en ensku félögin Liverpool og Fulham voru í pottinum.
Liverpool mætir franska liðinu Lille en Fulham tekur aftur á móti ítalska félaginu Juventus.
Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 11. mars en síðari leikirnir viku síðar.
Drátturinn í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA:
Hamburg-Anderlecht
Rubin Kazan-Wolfsburg
Atlético Madrid-Sporting
Benfica-Marseille
Panathinaikos-Standard Liège
Lille-Liverpool
Juventus-Fulham
Valencia-Werder Bremen