Finnst staða kvenna hafa versnað 23. október 2010 12:00 Þórhildur Þorleifsdóttir vinnur að nýju kvennaframboði. Mynd/ Stefán. Staða kvenna á Íslandi hefur versnað undanfarin ár, segir Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalistans. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, tók Þórhildi tali í tilefni af kvennafrídeginum sem er á mánudag. Þórhildur segir í viðtalinu að þó að staða kvenna hafi ekki versnað lagalega, hafi hún versnað ímyndarlega. „Bæði þá sjálfsmynd kvenna og hugmyndir samfélagsins um konur sem mér finnst hafa stórversnað. Ég er viss um að þessi klám- og kynlífsvæðing hefur haft geigvænlegar afleiðingar en það er búið að breiða einhverja frjálslyndisblæju yfir það þannig að það er erfitt að tala um þetta án þess að hægt sé að skella því fram að maður sé fordómafullur eða þori ekki að vera kynvera eða vilji hafa vit fyrir fólki. En við getum þvert á móti sagt að klám- og kynlífsvæðingin sé einmitt að hafa vit fyrir fólki. Sætta það við ofbeldi því klám er ofbeldisfullt. Það birtist fyrst og fremst í ofbeldi gegn konum og reynt er að láta líta út eins og konur vilji og njóti ofbeldis," segir Þórhildur. Það hafi verið látið að því liggja að konur vilji hreinlega láta pynta sig. Þær fái út úr því kynferðislega ánægju að lúta ofbeldi. „Þetta er rosalega alvarlegt," segir Þórhildur. Þórhildur er einnig hugsi yfir þætti fjölmiðla. Þeir haldi útlitsdýrkun mjög á lofti og ýti undir staðalmyndir af konum. Hún nefnir í því samhengi myndir af fáklæddum konum, oft með afmynduð silíkonbrjóst, í blöðum og á netinu. Einnig segist hún undrandi á útlitsdýrkuninni í sjónvarpi. Allar konur þurfa að vera ungar og sætar sem þar vinna. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Staða kvenna á Íslandi hefur versnað undanfarin ár, segir Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalistans. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, tók Þórhildi tali í tilefni af kvennafrídeginum sem er á mánudag. Þórhildur segir í viðtalinu að þó að staða kvenna hafi ekki versnað lagalega, hafi hún versnað ímyndarlega. „Bæði þá sjálfsmynd kvenna og hugmyndir samfélagsins um konur sem mér finnst hafa stórversnað. Ég er viss um að þessi klám- og kynlífsvæðing hefur haft geigvænlegar afleiðingar en það er búið að breiða einhverja frjálslyndisblæju yfir það þannig að það er erfitt að tala um þetta án þess að hægt sé að skella því fram að maður sé fordómafullur eða þori ekki að vera kynvera eða vilji hafa vit fyrir fólki. En við getum þvert á móti sagt að klám- og kynlífsvæðingin sé einmitt að hafa vit fyrir fólki. Sætta það við ofbeldi því klám er ofbeldisfullt. Það birtist fyrst og fremst í ofbeldi gegn konum og reynt er að láta líta út eins og konur vilji og njóti ofbeldis," segir Þórhildur. Það hafi verið látið að því liggja að konur vilji hreinlega láta pynta sig. Þær fái út úr því kynferðislega ánægju að lúta ofbeldi. „Þetta er rosalega alvarlegt," segir Þórhildur. Þórhildur er einnig hugsi yfir þætti fjölmiðla. Þeir haldi útlitsdýrkun mjög á lofti og ýti undir staðalmyndir af konum. Hún nefnir í því samhengi myndir af fáklæddum konum, oft með afmynduð silíkonbrjóst, í blöðum og á netinu. Einnig segist hún undrandi á útlitsdýrkuninni í sjónvarpi. Allar konur þurfa að vera ungar og sætar sem þar vinna.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira