Erlent

Eldgos yfirvarp rána í Svíþjóð

Eldgosið á Eyjafjallajökli varð að yfirskini bíræfina þjófa.
Eldgosið á Eyjafjallajökli varð að yfirskini bíræfina þjófa.

Þjófar hafa komist inn í hús eldra fólks í Lundi í Svíþjóð með því að segjast vera að rannsaka hvernig eldgosið á Íslandi hefur áhrif á eldra fólk.

85 ára gömul kona hleypti tveimur konum inn til sín á miðvikudag og er talið þriðji þjófurinn hafi komið inn á meðan konurnar voru í eldhúsi hússins, en skartgripum fyrir 50 til 70 þúsund sænskar krónur var stolið. Eldra par lenti í því sama á þriðjudag. Manninn grunaði þó að ekki væri allt með felldu og fór því ekki inn í eldhús með þeim. Konurnar reyndu að fá hann þangað en hann neitaði. Þær fóru þá. - þeb





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×