Vill stuðning ESB við krónuna Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2010 18:45 Utanríkisráðherra leggur áherslu á það í viðræðum Íslands við Evrópusambandið að krónan verði bökkuð upp af Seðlabanka Evrópu strax við aðild, áður en evran verði síðan tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Hann telur viðræðurnar taka lengri tíma en bjartsýnustu menn geri sér vonir um. Utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann reiknaði með að beinar samningaviðræður við Evrópusambandið um landbúnaðarmál gætu hafist fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust. En þetta eru þeir tveir málaflokkar sem allir eru sammála um að verði erfiðast að ná niðurstöðu um. Bjartsýnustu menn hafa talað um að viðræðum gæti lokið á stuttum tíma, eða um 18 mánuðum, vegna þess að Ísland hafi nú þegar innleitt um 70 prósent af löggjöf Evrópusambandsins. „Ég er nú bjartsýnismaður eins og þið vitið en ég held að þetta taki ekki svo stuttan tíma," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Íslenska samninganefndin muni láta reyna til þrautar á ýmis erfið mál varðandi sjávarútveginn. „Og ég held að það geri það að verkum að samningarnir verði lengri og erfiðari en margir gera ráð fyrir." Aðspurður segist hann þó frekar hafa reiknað með að samningum ljúki á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Og Össur leggur áherslu á að ef aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, gangi Íslendingar einnig í myntbandalagið og taki upp evruna. Enda muni það spara þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann segist hafa rætt það á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins í júlí, að Evrópusambandið kæmi að því áður en mögulegt væri að taka evruna upp að styðja við krónuna. „Þá reyndu menn að komast að niðurstöðu um með hvaða hætti Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu geti komið að því að dýpka íslenskan gjaldeyrismarkað. Það yrði strax partur að því að styrkja stöðuna hér heima og undirbúa upptöku evrunnar," segir utanríkisráðherra. Hann er sannfærður um að stuðningur við evrópusambandsaðild aukist þegar ávinningur aðildarinnar liggi fyrir. „Þegar fólk sér það mun þetta snúast í huga fólks, þegar menn fara raunverulega að sjá hvað þetta þýðir fyrir þeirra hagsmuni, líf og lífsgæði," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Skroll-Fréttir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Utanríkisráðherra leggur áherslu á það í viðræðum Íslands við Evrópusambandið að krónan verði bökkuð upp af Seðlabanka Evrópu strax við aðild, áður en evran verði síðan tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Hann telur viðræðurnar taka lengri tíma en bjartsýnustu menn geri sér vonir um. Utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann reiknaði með að beinar samningaviðræður við Evrópusambandið um landbúnaðarmál gætu hafist fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust. En þetta eru þeir tveir málaflokkar sem allir eru sammála um að verði erfiðast að ná niðurstöðu um. Bjartsýnustu menn hafa talað um að viðræðum gæti lokið á stuttum tíma, eða um 18 mánuðum, vegna þess að Ísland hafi nú þegar innleitt um 70 prósent af löggjöf Evrópusambandsins. „Ég er nú bjartsýnismaður eins og þið vitið en ég held að þetta taki ekki svo stuttan tíma," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Íslenska samninganefndin muni láta reyna til þrautar á ýmis erfið mál varðandi sjávarútveginn. „Og ég held að það geri það að verkum að samningarnir verði lengri og erfiðari en margir gera ráð fyrir." Aðspurður segist hann þó frekar hafa reiknað með að samningum ljúki á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Og Össur leggur áherslu á að ef aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, gangi Íslendingar einnig í myntbandalagið og taki upp evruna. Enda muni það spara þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann segist hafa rætt það á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins í júlí, að Evrópusambandið kæmi að því áður en mögulegt væri að taka evruna upp að styðja við krónuna. „Þá reyndu menn að komast að niðurstöðu um með hvaða hætti Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu geti komið að því að dýpka íslenskan gjaldeyrismarkað. Það yrði strax partur að því að styrkja stöðuna hér heima og undirbúa upptöku evrunnar," segir utanríkisráðherra. Hann er sannfærður um að stuðningur við evrópusambandsaðild aukist þegar ávinningur aðildarinnar liggi fyrir. „Þegar fólk sér það mun þetta snúast í huga fólks, þegar menn fara raunverulega að sjá hvað þetta þýðir fyrir þeirra hagsmuni, líf og lífsgæði," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Skroll-Fréttir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira