Skuldir hindra ættleiðingu 30. október 2010 08:00 Stökkbreyttar skuldir geta komið í veg fyrir að fólk geti ættleitt barn. Ólögleg gengistryggð lán koma þar við sögu. Íslensk ættleiðing gagnrýnir hvernig staðið er að leyfisveitingu og vill skýrari reglur um fjárhag. Stökkbreytt skuldastaða hjóna á biðlista eftir ættleiðingu veldur því að afgreiðsla umsókna þyngist að mun. Í mörgum tilfellum eru það gengistryggð lán, sem dæmd hafa verið ólögleg, sem valda fólki erfiðleikum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fólk eigi jafnvel á hættu að falla af biðlista vegna þessa. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að forsamþykki til ættleiðinga sé í gildi í ákveðinn tíma og þá þurfi að fá það endurnýjað. „En hafi fjárhagsleg staða viðkomandi breyst frá þeim tíma sem forsamþykki til ættleiðingar fékkst í upphafi og til þess tíma sem endurskoðun fer fram getur það valdið því að fólk missir rétt sinn. Þetta er því miður svona, það er rétt." Sýslumaðurinn í Búðardal annast veitingu leyfa til ættleiðinga. „Sýslumaðurinn hefur lýst því yfir að embættið hafi sérstaka rannsóknarskyldu í kjölfar efnahagshrunsins. Hann hefur því lagt sig sérstaklega eftir því að rýna í þetta atriði," segir Hörður. Ekki er tekið tillit til þess ástands sem hér hefur skapast eftir hrun, segir Hörður, sem vill að skýrari reglur verði settar um fjárhagslega stöðu fólks sem vill ættleiða barn. „Sýslumanni hugnast það líka illa að fólk sé ekki í eigin húsnæði. Þetta er algjörlega á skjön við það sem gerist á Norðurlöndunum, þar sem það er ekki talið skipta máli hvort fólk sem vill ættleiða er í leiguhúsnæði," segir Hörður. Íslensk ættleiðing sendi fyrr á þessu ári erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem þess var farið á leit að við endurskoðun á ættleiðingarlöggjöfinni „sé sérstök ástæða til að taka til athugunar það mikla vald sem einni manneskju hjá sýslumannsembætti úti á landi er falið með útgáfu á forsamþykki til ættleiðinga". Í svari ráðuneytisins segir að ekkert sé við stjórnsýslu sýslumannsins að athuga. - shá Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Stökkbreytt skuldastaða hjóna á biðlista eftir ættleiðingu veldur því að afgreiðsla umsókna þyngist að mun. Í mörgum tilfellum eru það gengistryggð lán, sem dæmd hafa verið ólögleg, sem valda fólki erfiðleikum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fólk eigi jafnvel á hættu að falla af biðlista vegna þessa. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að forsamþykki til ættleiðinga sé í gildi í ákveðinn tíma og þá þurfi að fá það endurnýjað. „En hafi fjárhagsleg staða viðkomandi breyst frá þeim tíma sem forsamþykki til ættleiðingar fékkst í upphafi og til þess tíma sem endurskoðun fer fram getur það valdið því að fólk missir rétt sinn. Þetta er því miður svona, það er rétt." Sýslumaðurinn í Búðardal annast veitingu leyfa til ættleiðinga. „Sýslumaðurinn hefur lýst því yfir að embættið hafi sérstaka rannsóknarskyldu í kjölfar efnahagshrunsins. Hann hefur því lagt sig sérstaklega eftir því að rýna í þetta atriði," segir Hörður. Ekki er tekið tillit til þess ástands sem hér hefur skapast eftir hrun, segir Hörður, sem vill að skýrari reglur verði settar um fjárhagslega stöðu fólks sem vill ættleiða barn. „Sýslumanni hugnast það líka illa að fólk sé ekki í eigin húsnæði. Þetta er algjörlega á skjön við það sem gerist á Norðurlöndunum, þar sem það er ekki talið skipta máli hvort fólk sem vill ættleiða er í leiguhúsnæði," segir Hörður. Íslensk ættleiðing sendi fyrr á þessu ári erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem þess var farið á leit að við endurskoðun á ættleiðingarlöggjöfinni „sé sérstök ástæða til að taka til athugunar það mikla vald sem einni manneskju hjá sýslumannsembætti úti á landi er falið með útgáfu á forsamþykki til ættleiðinga". Í svari ráðuneytisins segir að ekkert sé við stjórnsýslu sýslumannsins að athuga. - shá
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira