Keyptu Alþjóðahúsið á Hverfisgötu fyrir Bar 11 18. maí 2010 06:15 Össur Hafþórsson, lengst til vinstri, undirbýr flutning Bars 11 á Hverfisgötu. Með honum á myndinni eru Linda Mjöll, Eyvindur og Einar Bragi. Fréttablaðið/Anton Össur Hafþórsson, eigandi Reykjavík Ink og skemmtistaðanna Sódómu og Ellefunnar, keypti nýverið húsnæðið sem áður hýsti Kaffi Cultura á Hverfisgötu og stendur til að færa hinn goðsagnakennda Bar 11 þangað yfir. „Við keyptum húsið fyrir nokkrum dögum og er ætlunin að færa Bar 11 yfir í nýtt og betra húsnæði innan skamms. Til stendur að hafa djasstónleikastað í kjallara hússins. Á miðhæðinni verður svo kaffihús og veitingastaður og á efri hæðinni verður barinn," segir Össur sem rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur, Eyvindi Eggertssyni og Einari Braga Jónssyni. Hinn nýi Bar 11 verður opnaður formlega þann 28. maí næstkomandi og verður gamla húsnæðið kvatt með virktum um næstu helgi. „Ellefan hefur hingað til í raun bara verið virk um helgar en með þessu verður hægt að færa meira líf í staðinn. Þar að auki erum við með fínan pall á bak við húsið þar sem fólk getur notið sólarinnar á góðviðrisdögum. Veitingastaðurinn verður einnig góð viðbót, en við hyggjumst bjóða upp á dvergborgara, sem er uppskrift frá mér sjálfum, hestaborgara auk annarra rétta," útskýrir Össur. Inntur eftir því hvað gert verði við gamla húsnæði Ellefunnar segir Össur að þar verði opnaður nýr bar sem fær hið skemmtilega nafn Eyjafjallajökull. „Í gamla húsnæðinu opnum við barinn Eyjafjallajökul þar sem trúbadorstemningin verður ríkjandi. Í haust ætlum við svo að breyta þessu í sædýrasafn með utanáliggjandi vatnsrennibraut. Ég hef heyrt að Hanna Birna borgarstjóri sé mikill dýravinur og geri því ráð fyrir að hún taki vel í þessi áform okkar," segir Össur kampakátur. - sm Lífið Menning Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Össur Hafþórsson, eigandi Reykjavík Ink og skemmtistaðanna Sódómu og Ellefunnar, keypti nýverið húsnæðið sem áður hýsti Kaffi Cultura á Hverfisgötu og stendur til að færa hinn goðsagnakennda Bar 11 þangað yfir. „Við keyptum húsið fyrir nokkrum dögum og er ætlunin að færa Bar 11 yfir í nýtt og betra húsnæði innan skamms. Til stendur að hafa djasstónleikastað í kjallara hússins. Á miðhæðinni verður svo kaffihús og veitingastaður og á efri hæðinni verður barinn," segir Össur sem rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur, Eyvindi Eggertssyni og Einari Braga Jónssyni. Hinn nýi Bar 11 verður opnaður formlega þann 28. maí næstkomandi og verður gamla húsnæðið kvatt með virktum um næstu helgi. „Ellefan hefur hingað til í raun bara verið virk um helgar en með þessu verður hægt að færa meira líf í staðinn. Þar að auki erum við með fínan pall á bak við húsið þar sem fólk getur notið sólarinnar á góðviðrisdögum. Veitingastaðurinn verður einnig góð viðbót, en við hyggjumst bjóða upp á dvergborgara, sem er uppskrift frá mér sjálfum, hestaborgara auk annarra rétta," útskýrir Össur. Inntur eftir því hvað gert verði við gamla húsnæði Ellefunnar segir Össur að þar verði opnaður nýr bar sem fær hið skemmtilega nafn Eyjafjallajökull. „Í gamla húsnæðinu opnum við barinn Eyjafjallajökul þar sem trúbadorstemningin verður ríkjandi. Í haust ætlum við svo að breyta þessu í sædýrasafn með utanáliggjandi vatnsrennibraut. Ég hef heyrt að Hanna Birna borgarstjóri sé mikill dýravinur og geri því ráð fyrir að hún taki vel í þessi áform okkar," segir Össur kampakátur. - sm
Lífið Menning Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira