Innlent

Makríll veiddist á öllum bryggjum suður með sjó

Makrílveiðin í Keflavíkur- og Njarðvíkurhöfnum náði hámarki í gær, þegar tugir fólks veiddu þar af öllum bryggjum og var aflinn góður hjá sumum, eða allt upp í nokkur hundruð stykki.

Að sögn vitnis að veiðunum í gær, var hugmyndaflug veiðimannanna með ólíkindum, þegar kom að veiðarfærunum. Beitt var allt frá öflugum sjóstöngum niður í veikbyggðar smáfiskastangir, og krókar voru af öllum stærðum og gerðum.

En makríllinn virtist bíta á þetta allt saman. Höfðu margir hug á að láta reykja aflann, en reyktur makríll þykir herramanns matur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×