Landeyjahöfn „eitt stórt klúður“ Erla Hlynsdóttir skrifar 6. september 2010 10:09 Grétar Mar var andvígur gerð Landeyjahafnar. Mynd: E.Ól. „Þetta er bara eitt stórt klúður," segir Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, sem varaði mjög við byggingu Landeyjahafnar fyrir Herjólf. Grétar á að baki þrjátíu ára reynslu sem sjómaður og þegar hann sat á þingi talaði hann gegn því að Landeyjahöfn yrði byggð á þann hátt sem gert var. „Ég taldi að þetta yrði aldrei nothæft. Núna er að koma í ljós a sandburðurinn er miklu meiri en reiknað var með," segir Grétar. Hann lagði einnig til að fyrst farið var út í þetta verkefni að gamla höfn Herjólfs við Þorlákshöfn yrði varahöfn í minnst ár eftir að Landeyjahöfn væri tekin í notkun. Utan sandburðar segir Grétar að veður og vindar hafi meiri áhrif á siglingar í Landeyjahöfn en reiknað hefur verið með. „Veðrið hefur verið tiltölulega gott hingað til. Við eigum eftir að sjá miklu meiri vind þarna. Þegar það kemur sunnan- eða suðvestanátt má búast við að þarna verði allt ófært jafnvel þó enginn sandur væri í höfninni," segir hann. Grétar og aðrir þeir sem gagnrýndu Landeyjahöfn voru útmálaðir sem úrtölumenn og sagðir ala á neikvæðni. Hann telur þó að Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, og aðrir þeir sem tóku illa í gagnrýnina hafi í einlægni sinni trúað því að verkefnið yrði farsælt. „Þetta leit ákaflega vel út á teikninborðinu. Þeir trúðu bara verkfræðingunum sem unnu þetta. Mér finnst þetta bara klassískt dæmi um að ekki er hlustað á fólk með reynslu," segir Grétar. Ástandið er mjög alvarlegt nú að mati Grétars. Eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun var hætt að niðurgreiða flug Flugfélags Íslands til Vestmannaeyja og þess í stað fer Ernir færri ferðir á minni vélum. Sjóleiðin er því sú leið sem reiknað er með að fólk nýti sér í mestum mæli. „Vestmannaeyingar eru komnir afturábak í samgöngumálum um tuttugu, þrjátíu ár," segir Grétar. Sú leið sem Grétar vildi upphaflega fara var að kaupa nýjan Herjólf sem væri hraðskreiðari þannig að ferðin tæki um níutíu mínútur. Hann leggur nú til að gerður verði þjónustusamningur sem allra fyrst við Þorlákshöfn þannig að hægt verði að nýta hana þar til endanleg lausn finnst á málinu. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Þetta er bara eitt stórt klúður," segir Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, sem varaði mjög við byggingu Landeyjahafnar fyrir Herjólf. Grétar á að baki þrjátíu ára reynslu sem sjómaður og þegar hann sat á þingi talaði hann gegn því að Landeyjahöfn yrði byggð á þann hátt sem gert var. „Ég taldi að þetta yrði aldrei nothæft. Núna er að koma í ljós a sandburðurinn er miklu meiri en reiknað var með," segir Grétar. Hann lagði einnig til að fyrst farið var út í þetta verkefni að gamla höfn Herjólfs við Þorlákshöfn yrði varahöfn í minnst ár eftir að Landeyjahöfn væri tekin í notkun. Utan sandburðar segir Grétar að veður og vindar hafi meiri áhrif á siglingar í Landeyjahöfn en reiknað hefur verið með. „Veðrið hefur verið tiltölulega gott hingað til. Við eigum eftir að sjá miklu meiri vind þarna. Þegar það kemur sunnan- eða suðvestanátt má búast við að þarna verði allt ófært jafnvel þó enginn sandur væri í höfninni," segir hann. Grétar og aðrir þeir sem gagnrýndu Landeyjahöfn voru útmálaðir sem úrtölumenn og sagðir ala á neikvæðni. Hann telur þó að Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, og aðrir þeir sem tóku illa í gagnrýnina hafi í einlægni sinni trúað því að verkefnið yrði farsælt. „Þetta leit ákaflega vel út á teikninborðinu. Þeir trúðu bara verkfræðingunum sem unnu þetta. Mér finnst þetta bara klassískt dæmi um að ekki er hlustað á fólk með reynslu," segir Grétar. Ástandið er mjög alvarlegt nú að mati Grétars. Eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun var hætt að niðurgreiða flug Flugfélags Íslands til Vestmannaeyja og þess í stað fer Ernir færri ferðir á minni vélum. Sjóleiðin er því sú leið sem reiknað er með að fólk nýti sér í mestum mæli. „Vestmannaeyingar eru komnir afturábak í samgöngumálum um tuttugu, þrjátíu ár," segir Grétar. Sú leið sem Grétar vildi upphaflega fara var að kaupa nýjan Herjólf sem væri hraðskreiðari þannig að ferðin tæki um níutíu mínútur. Hann leggur nú til að gerður verði þjónustusamningur sem allra fyrst við Þorlákshöfn þannig að hægt verði að nýta hana þar til endanleg lausn finnst á málinu.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira