Örvar hrærður vegna gríðarlegra viðbragða Valur Grettisson skrifar 1. október 2010 19:44 „Ég er bara enn að átta mig á því hvað gerðist,“ segir Örvar Geir Geirsson, en fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því fyrr í kvöld að hann hefði gengið berserksgang á félagsmálastofnun í Reykjavík eftir að honum var tilkynnt að það myndi dragast myndi að greiða honum húsnæðisstyrk. Ástæðan fyrir því að Örvar brást svona illa við var vegna þess að hann ætlaði að leigja herbergi. Örvar olli töluverðum eignaskemmdum og slasaði konu en iðrast gjörða sinna. Viðbrögðin við fréttinni hafa verið gríðarleg. Fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 hafa vart haft undan að taka niður nöfn og símanúmer einstaklinga sem vilja aðstoða Örvar. Sjálfur hafði hann fengið fjölmörg símtöl frá velunnurum. Þá kom einn velgjörðarmaður umslagi með tíu þúsund krónum til fréttastofunnar sem verður afhent Örvari í kvöld. „Þetta er alveg ótrúlegt," segir Örvar og bætir undrandi við: „Það eru samt svo miklu fleiri en ég sem eru í þessari stöðu." Örvar bjóst alls ekki við viðbrögðunum enda vildi hann eingöngu biðjast afsökunar á því að hafa gengið berserksgang í félagsmálastofnunni. Aðspurður hvort hann hafi eitthvert húsaskjól segist hann fyrir tilviljun hafa hitt kunningja sinn eftir viðtalið sem skaut yfir hann skjólshúsi. Það er þó óljóst hvað hann ætlar að gera í nótt. Örvar er búinn að missa herbergið en leigan átti að vera 60 þúsund krónur á mánuði. „Ég veit ekki alveg hvernig ég að taka þessu," sagði Örvar sem klökknaði í samtalinu. Ef einhver hefur áhuga á að styrkja Örvar þá er reikningsnúmerið eftirfarandi: Banki: 111. Hb -05. Rn: 2405. Kennitala Örvars er 240581-5909. Fréttir ársins 2010 Tengdar fréttir Örvar: Ég hef í engin hús að venda Maður um þrítugt sem býr á götunni gekk berserksgang hjá Félagsmálastofnun í Reykjavík í dag þegar honum var tilkynnt að dragast myndi að greiða honum húsnæðisstyrk. 1. október 2010 18:41 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Ég er bara enn að átta mig á því hvað gerðist,“ segir Örvar Geir Geirsson, en fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því fyrr í kvöld að hann hefði gengið berserksgang á félagsmálastofnun í Reykjavík eftir að honum var tilkynnt að það myndi dragast myndi að greiða honum húsnæðisstyrk. Ástæðan fyrir því að Örvar brást svona illa við var vegna þess að hann ætlaði að leigja herbergi. Örvar olli töluverðum eignaskemmdum og slasaði konu en iðrast gjörða sinna. Viðbrögðin við fréttinni hafa verið gríðarleg. Fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 hafa vart haft undan að taka niður nöfn og símanúmer einstaklinga sem vilja aðstoða Örvar. Sjálfur hafði hann fengið fjölmörg símtöl frá velunnurum. Þá kom einn velgjörðarmaður umslagi með tíu þúsund krónum til fréttastofunnar sem verður afhent Örvari í kvöld. „Þetta er alveg ótrúlegt," segir Örvar og bætir undrandi við: „Það eru samt svo miklu fleiri en ég sem eru í þessari stöðu." Örvar bjóst alls ekki við viðbrögðunum enda vildi hann eingöngu biðjast afsökunar á því að hafa gengið berserksgang í félagsmálastofnunni. Aðspurður hvort hann hafi eitthvert húsaskjól segist hann fyrir tilviljun hafa hitt kunningja sinn eftir viðtalið sem skaut yfir hann skjólshúsi. Það er þó óljóst hvað hann ætlar að gera í nótt. Örvar er búinn að missa herbergið en leigan átti að vera 60 þúsund krónur á mánuði. „Ég veit ekki alveg hvernig ég að taka þessu," sagði Örvar sem klökknaði í samtalinu. Ef einhver hefur áhuga á að styrkja Örvar þá er reikningsnúmerið eftirfarandi: Banki: 111. Hb -05. Rn: 2405. Kennitala Örvars er 240581-5909.
Fréttir ársins 2010 Tengdar fréttir Örvar: Ég hef í engin hús að venda Maður um þrítugt sem býr á götunni gekk berserksgang hjá Félagsmálastofnun í Reykjavík í dag þegar honum var tilkynnt að dragast myndi að greiða honum húsnæðisstyrk. 1. október 2010 18:41 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Örvar: Ég hef í engin hús að venda Maður um þrítugt sem býr á götunni gekk berserksgang hjá Félagsmálastofnun í Reykjavík í dag þegar honum var tilkynnt að dragast myndi að greiða honum húsnæðisstyrk. 1. október 2010 18:41