Efast um að mjólkurhristingur bæti sjónina Karen Kjartansdóttir skrifar 20. október 2010 12:22 Ætli þessi mjólkurhristingur geti bætt sjónina? Fjöldinn allur af fullyrðingum hellist yfir þjóðina, margar þeirra eru þó óleyfilegar. Þetta segir prófessor í matvæla- næringarfræði við Háskóla Íslands og kallar eftir viðbörgðum eftirlitsaðila. Nú er hægt að fá sérstakan engiferdrykk á Íslandi sem sagður er virka vel á ýmsa kvilla, svo sem gigt, astma, mígreni, tíðaverki, flensu, hálsbólgu, sykurfíkn, bólgur, sogæðakerfið og ýmis húðvandamál. En þar með eru kostirnir ekki upptaldir, drykkurinn er einnig sagður auka brennslu og stuðla að heilbrigðum meltingarvegi. Þá er fullyrt í ísbúð á höfuðborgarsvæðinu að þar sé seldur ís sem bæði getur lækkað kólestról og í annarri ísbúð er hægt að fá mjólkurhristing sem bætir sjónina. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, veltir því fyrir sér hvers vegna það er látið viðgangast að auglýsendur fullyrði svona um vörur sínar. „Því miður þykir mér alltof mikið um að fullyrt sé um tengsl matvæla og heilsu án þess að fyrir því liggi vísindalegur grunnur og staðfestar kenningar," segir Ingibjörg. Hún segir þessa reglugerð hafa verið setta til að vernda neytendur. Að sögn Ingibjargar hafa ósannaðar fullyrðingar verið óleyfilegar nema framleiðendur hefðu fengið sérstakt leyfi frá Matvælastofnun. Þetta hafi breyst í apríl á þessu ári þegar ný reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi. Sú reglugerð veit svigrúm til fullyrðinga að því gefnu að þær séu studdar vísindalegum rannsóknum sem sýni fram á þá virkni sem fullyrt er um. Fullyrðingarnar verði svo á vera á sérstökum lista sambandsins. Hún þorir þó að fullyrða að engin af þeim fullyrðingum sem hafa verið taldar upp í þessari umfjöllun sé á þeim lista. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag spyr Ingibjörg hver ætli að stöðva þessa vitleysu. „Ég er líka að biðla til framleiðanda og innflytjenda um að sýna neytendum smá vott af virðingu og fullyrða ekki um heilsufar áhrif sem ekki hafa verið staðfest með rannsókn," segir Ingibjörg að lokum. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Fjöldinn allur af fullyrðingum hellist yfir þjóðina, margar þeirra eru þó óleyfilegar. Þetta segir prófessor í matvæla- næringarfræði við Háskóla Íslands og kallar eftir viðbörgðum eftirlitsaðila. Nú er hægt að fá sérstakan engiferdrykk á Íslandi sem sagður er virka vel á ýmsa kvilla, svo sem gigt, astma, mígreni, tíðaverki, flensu, hálsbólgu, sykurfíkn, bólgur, sogæðakerfið og ýmis húðvandamál. En þar með eru kostirnir ekki upptaldir, drykkurinn er einnig sagður auka brennslu og stuðla að heilbrigðum meltingarvegi. Þá er fullyrt í ísbúð á höfuðborgarsvæðinu að þar sé seldur ís sem bæði getur lækkað kólestról og í annarri ísbúð er hægt að fá mjólkurhristing sem bætir sjónina. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, veltir því fyrir sér hvers vegna það er látið viðgangast að auglýsendur fullyrði svona um vörur sínar. „Því miður þykir mér alltof mikið um að fullyrt sé um tengsl matvæla og heilsu án þess að fyrir því liggi vísindalegur grunnur og staðfestar kenningar," segir Ingibjörg. Hún segir þessa reglugerð hafa verið setta til að vernda neytendur. Að sögn Ingibjargar hafa ósannaðar fullyrðingar verið óleyfilegar nema framleiðendur hefðu fengið sérstakt leyfi frá Matvælastofnun. Þetta hafi breyst í apríl á þessu ári þegar ný reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi. Sú reglugerð veit svigrúm til fullyrðinga að því gefnu að þær séu studdar vísindalegum rannsóknum sem sýni fram á þá virkni sem fullyrt er um. Fullyrðingarnar verði svo á vera á sérstökum lista sambandsins. Hún þorir þó að fullyrða að engin af þeim fullyrðingum sem hafa verið taldar upp í þessari umfjöllun sé á þeim lista. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag spyr Ingibjörg hver ætli að stöðva þessa vitleysu. „Ég er líka að biðla til framleiðanda og innflytjenda um að sýna neytendum smá vott af virðingu og fullyrða ekki um heilsufar áhrif sem ekki hafa verið staðfest með rannsókn," segir Ingibjörg að lokum.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira