Innlent

600 manns í hópmálsókn

Samtök lánþega ætla að fara í skaðabótamál gegn fjármálastofnunum, stjórnendum og eigendum þeirra fyrir að hafa innheimt lán sem klárlega hafi ekki staðist lög. Ríflega 600 manns hafa nú skráð sig til þátttöku í hópmálsóknum samtakanna.

Samtök lánþega boðuðu á föstudag hópmálsóknir gegn fjármálafyrirtækjum. Fyrsta daginn tilkynntu á annað hundrað manns þátttöku en í dag var sú tala komin upp ríflega sexhundruð manns. Ríflega sextíu prósent þeirra eru með gengistryggð og erlend lán. Flestir tóku lánin hjá Arion banka og Íslandsbanka. Samtök lánþega hafa nú ákveðið að fyrstu málsóknirnar sem þau fara í verði skaðabótamál.

Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega, segir að klárlega verði farið í skaðabótamál. „Við munum ekki bara beina okkur að fjármálastofnunum heldur líka stjórnendum og þeim sem báru ábyrgð," segir hann. Hann segir að þessir aðilar beri ábyrgð á þeim rekstri sem þeir stjórna eða eiga. „Við teljum það fullkomnlega ljóst að þeir hafa undanfarna mánuði verið að vinna gegn betri vitund með því að innheimta lán og skuldbindingar sem stóðust ekki lög."

Guðmundur Andri segir ekki liggja ljóst fyrir hversu margir af þeim sem hafa skráð sig til þátttöku muni taka þátt í skaðabótamálunum en samtökin ætla að halda kynningarfund um málið eftir viku.

„Við vonumst til að geta unnið þetta eins hratt og hægt er," segir Guðmundur að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×