Innlent

Kjörsókn minni en í síðustu sveitarstjórnarkosningum

Kosningar í Reykjavík.
Kosningar í Reykjavík.

Kjörsókn klukkan ellefu í morgun í Reykjavík var 5,71 prósent en þá höfðu um 4900 manns kosið. Þetta er prósentustigi minna en árið 2006 en þá höfðu um 5800 kosið á sama tíma eða 6,78 prósent.

Þá var enn betri kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum árið 2002. Því er ljóst að kosningaþátttaka er minni nú en í síðustu tveimur sveitartstjórnarkosningum.

Þá má búast við því að atkvæði í Kópavogi verði fulltalin um miðnætti í kvöld samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Um 80 prósent atkvæða verða talin þegar fyrstu tölur verða kynntar upp úr klukkan tíu í kvöld þar í Kópavogi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×