Lífið

Lilja stýrir netþáttum um fegurðardrottningar

Lilja Ingibjargar stýrir nýjum netþáttum um keppnina Ungfrú Ísland. Fréttablaðið/Valli
Lilja Ingibjargar stýrir nýjum netþáttum um keppnina Ungfrú Ísland. Fréttablaðið/Valli
„Ég er mjög spennt. Kannski opnar þetta fleiri dyr fyrir mig," segir fyrirsætan Lilja Ingibjargardóttir.

Draumur Lilju um starfa við dagskrárgerð rætist á næstunni þegar sérstakir netþættir Ungfrú Ísland fara í loftið á vefsíðu keppninnar og á Facebook. Þættirnir verða vikulegir í vetur og ætlar Lilja ferðast um landið og spjalla við stúlkurnar sem taka þátt ásamt því að fylgjast náið með keppninni Ungfrú Reykjavík. „Þeir eru að færa þetta á netið, enda er framtíðin þar," segir Lilja. „Þetta var alltaf bara einn þáttur og þeir vilja sýna meiri áhuga á keppninni.

Núna á að færa þættina út á land, taka viðtal við allar stelpurnar á Norður-, Vestur- og Suðurlandi. Fyrstu áheyrnarprufurnar fyrir Ungfrú Reykjavík eru á laugardaginn. Þá tek ég viðtal við stelpur og við fylgjumst með áheyrnarprufunni. Þá fær fólk að sjá hvernig þetta virkar."

Fyrsti þátturinn hefur þegar verið tekinn upp og er væntanlegur í vikunni. „Ég tók viðtal við Fanney, Ungfrú Ísland, þegar hún kom heim frá Kína þar sem hún keppti í Ungfrú Heimi," segir Lilja að lokum. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.