Innlent

Þrír Haítíbúar á leið til Íslands

félagsmál Þrír Haítíbúar, kona um fimmtugt, þrettán ára stúlka og ellefu ára drengur, eru væntanlegir til Íslands í ágúst.

Í kjölfar jarðskjálftans á Haítí í janúar fól ríkisstjórnin flóttamannanefnd að fjalla um möguleika þess að taka á móti fólki þaðan á grundvelli fjölskyldusameiningar. Athugun leiddi í ljós að með vísan til þeirra laga væri hægt að taka á móti skyldmennum tveggja kvenna frá Haítí á Íslandi.

Ströngu verklagi er fylgt við fjölskyldusameiningu. Nú hefur verið greitt úr málum annarrar konunnar og á hún von á þremur ættmennum í ágúst; móður sinni, bróður og fósturdóttur. Ekki er vitað hvenær fæst skorið úr máli hinnar konunnar. - bs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×