Sveitastjóri Reykhólahrepps útilokar ekki afsögn SB skrifar 19. júní 2010 19:33 Óskar Steingrímsson, sveitastjóri í Reykhólahreppi. Mynd/www.bb.is "Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig," segir Óskar Steingrímsson sveitastjóri í Reykhólahreppi. Úrskurðarnefnd um sveitastjórnarkosningarnar komst í gær að þeirri niðurstöðu að kosningarnar væru ógildar þar sem láðist að auglýsa þær í Flatey. Hópur bænda í hreppnum hittist í dag á íbúafundi þar sem málið var rætt og sagði Steinar Pálmason, sem rekur ferðaþjónustu í hreppnum, að málið væri skandall og ábyrgðin lægi hjá sveitastjóranum. "Þetta mun kosta hreppinn háar fjárhæðir að endurtaka kosningarnar, fólk hérna er reitt." Hafsteinn Guðmundsson, íbúi í Flatey, sem kærði kosningarnar var ánægður með niðurstöðuna. "Það er gott að réttindi fólks skuli vera virt. Við fengum engar upplýsingar um kosningarnar og margir hérna töldu að það væri bara einn listi sem kæmi fram og því tilgangslaust að kjósa." Óskar Steingrímsson segir rétt að ábyrgðin á framkvæmd kosninganna liggi hjá honum, sveitastjóranum. "Við erum vanir að senda út dreifibréf vegna kosninganna en í þessu tilfelli fór það of seint af stað. Ég þurfti að fara í jarðarför hjá mágkonu minni og þegar ég kom til baka var orðið of seint að senda bréfið, því ber ég ákveðna ábyrgð." Óskar segir hreppsnefndina koma saman á mánudaginn þar sem næstu skref verði ákveðin. Spurður hvernig hann hyggist axla sína persónulegu ábyrgð segir Óskar: "Ef menn vilja mig ekki áfram er það meinalaust af minni hálfu - ég er þó tilbúinn að halda áfram störfum er vilji er til þess." Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
"Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig," segir Óskar Steingrímsson sveitastjóri í Reykhólahreppi. Úrskurðarnefnd um sveitastjórnarkosningarnar komst í gær að þeirri niðurstöðu að kosningarnar væru ógildar þar sem láðist að auglýsa þær í Flatey. Hópur bænda í hreppnum hittist í dag á íbúafundi þar sem málið var rætt og sagði Steinar Pálmason, sem rekur ferðaþjónustu í hreppnum, að málið væri skandall og ábyrgðin lægi hjá sveitastjóranum. "Þetta mun kosta hreppinn háar fjárhæðir að endurtaka kosningarnar, fólk hérna er reitt." Hafsteinn Guðmundsson, íbúi í Flatey, sem kærði kosningarnar var ánægður með niðurstöðuna. "Það er gott að réttindi fólks skuli vera virt. Við fengum engar upplýsingar um kosningarnar og margir hérna töldu að það væri bara einn listi sem kæmi fram og því tilgangslaust að kjósa." Óskar Steingrímsson segir rétt að ábyrgðin á framkvæmd kosninganna liggi hjá honum, sveitastjóranum. "Við erum vanir að senda út dreifibréf vegna kosninganna en í þessu tilfelli fór það of seint af stað. Ég þurfti að fara í jarðarför hjá mágkonu minni og þegar ég kom til baka var orðið of seint að senda bréfið, því ber ég ákveðna ábyrgð." Óskar segir hreppsnefndina koma saman á mánudaginn þar sem næstu skref verði ákveðin. Spurður hvernig hann hyggist axla sína persónulegu ábyrgð segir Óskar: "Ef menn vilja mig ekki áfram er það meinalaust af minni hálfu - ég er þó tilbúinn að halda áfram störfum er vilji er til þess."
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira