Sveitastjóri Reykhólahrepps útilokar ekki afsögn SB skrifar 19. júní 2010 19:33 Óskar Steingrímsson, sveitastjóri í Reykhólahreppi. Mynd/www.bb.is "Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig," segir Óskar Steingrímsson sveitastjóri í Reykhólahreppi. Úrskurðarnefnd um sveitastjórnarkosningarnar komst í gær að þeirri niðurstöðu að kosningarnar væru ógildar þar sem láðist að auglýsa þær í Flatey. Hópur bænda í hreppnum hittist í dag á íbúafundi þar sem málið var rætt og sagði Steinar Pálmason, sem rekur ferðaþjónustu í hreppnum, að málið væri skandall og ábyrgðin lægi hjá sveitastjóranum. "Þetta mun kosta hreppinn háar fjárhæðir að endurtaka kosningarnar, fólk hérna er reitt." Hafsteinn Guðmundsson, íbúi í Flatey, sem kærði kosningarnar var ánægður með niðurstöðuna. "Það er gott að réttindi fólks skuli vera virt. Við fengum engar upplýsingar um kosningarnar og margir hérna töldu að það væri bara einn listi sem kæmi fram og því tilgangslaust að kjósa." Óskar Steingrímsson segir rétt að ábyrgðin á framkvæmd kosninganna liggi hjá honum, sveitastjóranum. "Við erum vanir að senda út dreifibréf vegna kosninganna en í þessu tilfelli fór það of seint af stað. Ég þurfti að fara í jarðarför hjá mágkonu minni og þegar ég kom til baka var orðið of seint að senda bréfið, því ber ég ákveðna ábyrgð." Óskar segir hreppsnefndina koma saman á mánudaginn þar sem næstu skref verði ákveðin. Spurður hvernig hann hyggist axla sína persónulegu ábyrgð segir Óskar: "Ef menn vilja mig ekki áfram er það meinalaust af minni hálfu - ég er þó tilbúinn að halda áfram störfum er vilji er til þess." Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
"Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig," segir Óskar Steingrímsson sveitastjóri í Reykhólahreppi. Úrskurðarnefnd um sveitastjórnarkosningarnar komst í gær að þeirri niðurstöðu að kosningarnar væru ógildar þar sem láðist að auglýsa þær í Flatey. Hópur bænda í hreppnum hittist í dag á íbúafundi þar sem málið var rætt og sagði Steinar Pálmason, sem rekur ferðaþjónustu í hreppnum, að málið væri skandall og ábyrgðin lægi hjá sveitastjóranum. "Þetta mun kosta hreppinn háar fjárhæðir að endurtaka kosningarnar, fólk hérna er reitt." Hafsteinn Guðmundsson, íbúi í Flatey, sem kærði kosningarnar var ánægður með niðurstöðuna. "Það er gott að réttindi fólks skuli vera virt. Við fengum engar upplýsingar um kosningarnar og margir hérna töldu að það væri bara einn listi sem kæmi fram og því tilgangslaust að kjósa." Óskar Steingrímsson segir rétt að ábyrgðin á framkvæmd kosninganna liggi hjá honum, sveitastjóranum. "Við erum vanir að senda út dreifibréf vegna kosninganna en í þessu tilfelli fór það of seint af stað. Ég þurfti að fara í jarðarför hjá mágkonu minni og þegar ég kom til baka var orðið of seint að senda bréfið, því ber ég ákveðna ábyrgð." Óskar segir hreppsnefndina koma saman á mánudaginn þar sem næstu skref verði ákveðin. Spurður hvernig hann hyggist axla sína persónulegu ábyrgð segir Óskar: "Ef menn vilja mig ekki áfram er það meinalaust af minni hálfu - ég er þó tilbúinn að halda áfram störfum er vilji er til þess."
Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira