Innlent

Ingibjörg Sólrún tjáir sig ekki um ákvörðun forsetans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekki tjá sigt um málið
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekki tjá sigt um málið
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, vill ekki tjá sig um þá ákvörðun forsetans að synja Icesave lögunum staðfestingar. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það núna. Ég steig til hliðar og ætla ekkert að vera að stíga inn í þennan darraðadans núna," segir Ingibjörg.

Ingibjörg sagði í spjalli við Sölva Tryggvason á Skjá einum síðastliðið haust að Íslendingar gengu til Icesave samninganna eins og sakamenn ,,Núna þegar við erum að reyna að semja okkur í gegnum Icesave, þá finnst mér svolítið eins og við komum fram eins og hinn seki.....göngum til samningnanna eins og sakamaðurinn, en hins vegar séu bresk stjórnvöld laus allra mála, þau eru það auðvitað ekki," sagði Ingibjörg þá.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×