Innlent

Jóhanna: Óþolandi að útrásarvíkingar fái sérstaka meðferð

Forsætisráðherra segir að stóreignamenn sem stóðu að útrásinni og sæti rannsókn, ættu að sýna sóma sinn í að halda sig til hlés þar til rannsókn á orsökum efnahagshrunsins sé lokið. Það sé óþolandi ef þeir fái sérstaka meðhöndlun í bankakerfinu með stórfelldum afskriftum en haldi samt fyrirtækjum sínum.

Forsætisráðherra segir óeðlilegt ef þeir sem stóðu að útrásinni fái sérstaka fyrirgreiðslu og afskriftir í bankakerfinu áður en niðurstaða sé fengin í rannsókn bankahrunsins. Eftirlitsnefnd, Bankasýslan og bankastjórnir eigi að sjá til þess að jafnræði ríki.

Jóhanna segir ríkisstjórnina hafa lagt áherslu á gegnsæi í þessum efnum og verklagsreglur séu samræmdar milli bankanna og eftir þeim farið.En forráðamenn bankanna verði að svara fyrir þau mál sem orki tvímælis.

Það eigi að ýta þessum málum til hliðar þar til niðurstaða sé fengin í rannsókn mála og menn hreinsaðir af grun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×