Innlent

Metfjöldi frjókorna í loftinu

Aldrei hafa fleiri frjókorn mælst í Reykjavík en í apríl og maí síðastliðnum. Þá mældust 2000 frjókorn á rúmmetra á sólarhring. Þetta kemur fram í frjómælingum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Mestu munar um birkifrjó, sem hafa ekki verið fleiri síðan árið 2006. Asparfrjó voru líka yfir meðallagi, en þau voru þó færri en verið hefur undanfarin ár.

Frjótalan var um og yfir 300 fjóra daga í röð í lok maí. Það er afar óvanalegt.

Það er vegna þess að tíðarfar var einstaklega hagstætt fyrir frjódreifingu í lok maí, en þá var þurrviðri og hlýtt. - þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×