Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri 11. nóvember 2010 18:51 Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira