Erlendir ferðamenn rændir í Laugardal 20. ágúst 2010 06:00 Tjaldað í blíðunni Rænt var úr nokkrum tjöldum á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Starfsmaður segir óreglufólk hafa farið í tjöldin. Fréttablaðið/Valli Þýski ferðabókahöfundurinn Ulf Hoffmann frá Berlín varð fyrir þeirri leiðinlegu upplifun að óprúttnir einstaklingar hentu, að því er hann taldi, tveggja kílóa grjóthnullungi í tjald hans með þeim afleiðingum að það skemmdist, á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Hoffman telur tilgang grjótkastsins hafa verið að kanna hvort einhver væri í tjaldinu. Þegar svo var ekki var farið inn í tjaldið og verðmætum stolið úr því. Starfsfólk tjaldsvæðisins fann hluta þýfisins í nálægum runnum. Hoffman, sem skrifað hefur ferðabók fyrir hjólareiðafólk sem hyggur á ferðir um Ísland, skrifar um þjófnaðinn á vefsíðu sinni sem fjallar um ferðlög hans. Þar gagnrýnir hann aðstæður á tjaldsvæðinu og telur líklegt að þjófarnir hafi komist óhindrað inn á svæðið yfir lélega girðingu. Hann segir jafnframt viðbrögðin við þjófnaðinum hafa komið sér á óvart. Starfsfólk tjaldsvæðisins hafi ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við og ekki skrifað niður heimilisfang hans ef eitthvað af því sem stolið var kæmi í leitirnar. Þá hafi lögregla lítið gert. Hann brýnir fyrir ferðamönnum á reiðhjólum að hafa aldrei augun af tjöldum sínum og hjólum. „Í byrjun sumars var skorið gat á tjöld nokkurra ferðamanna og peningum þeirra og fleiri verðmætum stolið. En við höfum aldrei vitað til þess að nokkurn tíma hafi steini verið hent í tjald,“ segir María Rún Stefánsdóttir, starfsmaður tjaldsvæðisins í Laugardal. Hún kannast ekki við að áður hafi verið stolið úr tjöldum ferðalanga sem gisti á tjaldsvæðinu. María segir starfsfólk hafa í kjölfar þessa farið að fylgjast betur með tjaldsvæðinu og tekið eftir því að hópur fólks hafi reist tjöld rétt utan við það. „Þetta var óreglufólk. Við erum búin að gera ráðstafanir og fylgjumst með því að það komi ekki inn á tjaldsvæðið.“ jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Sjá meira
Þýski ferðabókahöfundurinn Ulf Hoffmann frá Berlín varð fyrir þeirri leiðinlegu upplifun að óprúttnir einstaklingar hentu, að því er hann taldi, tveggja kílóa grjóthnullungi í tjald hans með þeim afleiðingum að það skemmdist, á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Hoffman telur tilgang grjótkastsins hafa verið að kanna hvort einhver væri í tjaldinu. Þegar svo var ekki var farið inn í tjaldið og verðmætum stolið úr því. Starfsfólk tjaldsvæðisins fann hluta þýfisins í nálægum runnum. Hoffman, sem skrifað hefur ferðabók fyrir hjólareiðafólk sem hyggur á ferðir um Ísland, skrifar um þjófnaðinn á vefsíðu sinni sem fjallar um ferðlög hans. Þar gagnrýnir hann aðstæður á tjaldsvæðinu og telur líklegt að þjófarnir hafi komist óhindrað inn á svæðið yfir lélega girðingu. Hann segir jafnframt viðbrögðin við þjófnaðinum hafa komið sér á óvart. Starfsfólk tjaldsvæðisins hafi ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við og ekki skrifað niður heimilisfang hans ef eitthvað af því sem stolið var kæmi í leitirnar. Þá hafi lögregla lítið gert. Hann brýnir fyrir ferðamönnum á reiðhjólum að hafa aldrei augun af tjöldum sínum og hjólum. „Í byrjun sumars var skorið gat á tjöld nokkurra ferðamanna og peningum þeirra og fleiri verðmætum stolið. En við höfum aldrei vitað til þess að nokkurn tíma hafi steini verið hent í tjald,“ segir María Rún Stefánsdóttir, starfsmaður tjaldsvæðisins í Laugardal. Hún kannast ekki við að áður hafi verið stolið úr tjöldum ferðalanga sem gisti á tjaldsvæðinu. María segir starfsfólk hafa í kjölfar þessa farið að fylgjast betur með tjaldsvæðinu og tekið eftir því að hópur fólks hafi reist tjöld rétt utan við það. „Þetta var óreglufólk. Við erum búin að gera ráðstafanir og fylgjumst með því að það komi ekki inn á tjaldsvæðið.“ jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Sjá meira